Frétt

bb.is | 25.02.2004 | 16:13Félagsmálanefnd vill ekki taka lægsta tilboði í akstur fatlaðra

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að leggja til við bæjarstjórn að taka tilboði Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf. í akstur fatlaðra þrátt fyrir að það sé um 10% hærra en lægsta tilboðið sem kom frá Stjörnubílum ehf. Munur á tilboðunum er um 1,2 milljónir á samningstímanum. Formaður bæjarráðs er annar eigandi Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna. Fyrir nokkru var boðinn út akstur fyrir Ferðaþjónustu fatlaðra sem Ísafjarðarbær rekur. Í auglýsingu Ísafjarðarbæjar kemur fram að verkið felist í akstri fatlaðra og aldraðra einstaklinga, svo sem milli heimila og stofnana, þegar viðkomandi getur ekki nýtt sér almenna ferðaþjónustu eða ferðast á eigin vegum.
Tilboð voru opnuð 4.febrúar og bárust fimm tilboð. Tilboð Stjörnubíla var lægst og var að upphæð 3,3 milljónir króna. Tilboð Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf. var að upphæð 3,6 milljónir króna, tilboð Sophusar Magnússonar var að upphæð 6,1 milljónir króna, tilboð F&S Hópferðabíla ehf. var að upphæð 6,9 milljónir króna og hæst var tilboð Úlfars ehf. að upphæð 12,5 milljónir króna.

Framangreindar fjárhæðir eru reiknaðar af tæknideild Ísafjarðarbæjar á grundvelli þess aksturs sem verið hefur og miðast við akstur á ári. Ferðafjöldi er misjafn milli ára þannig að umfang akstursins getur minnkað en einnig aukist enda voru tilboð miðuð við einingaverð.

Tæknideild Ísafjarðarbæjar var falið að fara yfir tilboðin og óskaði eftir frekari gögnum frá Stjörnubílum og Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna. Eftir að hafa farið yfir þau gögn taldi tæknideild bæði fyrirtækin hæf til þess að taka verkið að sér samkvæmt útboðslýsingu.

Á fundi félagsmálanefndar á fimmtudag voru lögð fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, bæjartæknifræðingi, þar sem m.a. voru samanburðarupplýsingar við önnur sveitarfélög og punktar frá fundi með framkvæmdastjóra Stjörnubíla ehf. Einnig var lögð fram greinargerð forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

Félagsmálanefnd ákvað síðan með vísan til þeirra gagna sem aflað var að leggja til við bæjarstjórn að tilboði Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna verði tekið þrátt fyrir að það verði á samningstímanum um 1,2 milljónum króna dýrara en tilboð Stjörnubíla. Í samþykkt nefndarinnar er þess getið að það sé mat nefndarinnar að faglegur ávinningur sem hlýst af því að taka tilboði FMG vegi þyngra en sá fjárhagslegi ávinningur sem verði af því að taka tilboði Stjörnubíla. Þar sé horft til þess hve notendur þjónustunnar séu almennt viðkvæmir fyrir breytingum á henni, eins og segir í bókun félagsmálanefndar.

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á mánudaginn var tillaga félagsmálanefndar tekin fyrir. Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs annar eigandi Ferðaþjónustu Margrétar og Guðna ehf., sat ekki fundinn og stýrði Birna Lárusdóttir fundinum í hans fjarveru. Samkvæmt heimildum bb.is var það vilji meirihluta bæjarráðs að afgreiða tillögu félagsmálanefndar þrátt fyrir að bæjarráð hefði ekki nein gögn undir höndum um málið önnur en fundargerð félagsmálanefndar. Eftir nokkrar umræður var fallist á kröfu bæjarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar um að óska eftir frekari gögnum vegna málsins fyrir næsta fund bæjarráðs sem haldinn verður í næstu viku.

Ekki náðist í Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumann Skóla- og fjölskylduskrifstofu, né Kristjönu Sigurðardóttur, formann félagsmálanefndar, vegna málsins.

Hörður Högnason varaformaður félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar sagði í samtali við bb.is að til væru margar kannanir sem sýndu að viðskiptavinir þjónustu eins og Ferðaþjónustu fatlaðra væru viðkvæmari fyrir breytingum en ófatlaðir. Í ljósi þess hversu lítill munur var á tilboðunum hafi það, ásamt öðrum fyrirliggjandi gögnum, haft áhrif á þá ákvörðun nefndarinnar að taka tilboði þess aðila sem hefði sinnt þjónustunni undanfarin ár. Aðspurður sagðist Hörður ekki geta svarað því hvaða önnur gögn hefðu legið til grundvallar ákvörðun nefndarinnar. Að sögn Harðar hefur núverandi verktaki staðið sig framúrskarandi vel og það hafi vegið nokkuð í ákvörðun nefndarinnar. Hörður treysti sér ekki til þess að svara því hvenær faglegir þættir hættu að vega þyngra en fjárhagslegir í ljósi þess að nokkur munur var á tilboðunum. Það yrði að mati Harðar að skoða í hvert sinn enda hefðu útboðsgögn borið það með sér að taka mætti hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

Helga Björk Jóhannsdóttir, hjá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, sagði í samtali við bb.is að ekki hefði verið leitað umsagnar skrifstofunnar vegna þessa máls. Fatlaðir séu eins og annað fólk misjafnlega viðkvæmir fyrir breytingum en slíkt sé ekki í þeim mæli að það valdi fólki tjóni. Helga sagðist ekki vita til þess að nein könnun hefði verið gerð vegna slíkra hluta.

Þorleifur Pálsson, bæjarritari Ísafjarðarbæjar, vildi ekki afhenda bb.is þau gögn sem afhent voru á fundi félagsmálanefndar þar sem bæjarfulltrúar hefðu ekki fengið þau afhent.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli