Frétt

Stakkur 8. tbl. 2004 | 25.02.2004 | 12:02Af beturvita og öðrum

Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði ritar grein og ætlar Stakki annað en fram kom í örfáum orðum varðandi skrif sýslumanns nokkru fyrr í BB. Þórólfur sýslumaður hefur haft mikil afskipti af stjórnmálum á Vestfjörðum og nú í Norðvesturkjördæmi. Hann er formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Hann hefur látið sér annt um vegagerð og samgöngubætur. En í grein á bb.is fer hann mikinn og hefur greinilega lesið annað í þann örstutta textabút Stakks er sneri að hans þætti málsisns, en orðin sögðu. Í fyrri grein hans kom skýrt fram að hann lagði áherslu á tvenn jarðgöng á svokallaðri vesturleið, milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og nefndi að þá ættu Vesturbyggðarmenn kost á því að fara í gleraugnaversluna á Ísafirði. Ef hann hefur nú breytt um skoðun er það hans mál. Hafi ekki mátt taka eftir honum þessi ummæli er það slæmt. Þau stóðu í greininni og vöktu athygli margra.

Sá kjarni sem birtist í Stakki var mjög tær. Hinn almenni borgari, íbúi á Vestfjörðum, veltir því fyrir sér af hverju forsvarsmenn íbúanna koma sér ekki saman um leiðir í vegamálum. Það hefur reyndar verið gert á Fjórðungsþingum Vestfirðinga, þótt alltof mörgum gleymist það gjarna. Annar sýslumaður á Vestfjörðum, Jónas Guðmundsson í Bolungarvík, er mikill áhugamaður um vegagerð og hefur valið að styðja löngu ákveðin áform um að vegur um Ísafjarðardjúp og áfram yfir Steingrímsfjarðarheiði, skuli hafa forgang í samræmi við áður teknar ákvarðanir. Jónas var áður áhugamaður um Vesturleið, en hefur nú lagt talsverða vinnu og fé í Leið ehf. sem er félag áhugamanna um bætta vegagerð á Vestfjörðum. Hefur Jónas nú beitt kröftum sínum um nokkurt skeið til þess að fá lagðan veg yfir Arnkötludal, sem leysa myndi veg um Tröllatunguheiði af hólmi og gott betur. Kallar hann þessa leið Stranddalaveg og ætlar henni að færa umferð frá norðanverðum Vestfjörðum og úr stærstum hluta Strandasýslu til og frá Reykjavík.

Aðalatriði málsins er þetta. Fé til vegagerðar hefur verið af skornum skammti. Öðruvísi verður það ekki túlkað þegar allir fá ekki sitt, hvort sem óskhyggjan ein ræður eða grundaðar hugmyndir, að ekki sé talað um vel útfærðar áætlanir, sem byggja á athugunum á staðnum, útreikningum varðandi kostnað að ógleymdri fjármögnun. Enginn gerir lítið úr óskum Vestfirðinga um fleiri jarðgöng. Stakkur talar ekki fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eða neinn annan. Þar með er ekki sagt að hann sé andsnúinn því sem þaðan kemur. Stakkur reynir að líta hlutlægt á umfjöllunarefnin. Það stendur eftir að skoðanir þeirra sem láta mest eftir sér hafa um þessi mál fara ekki saman. Það stendur líka að íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 2.600 á tuttugu árum og íbúum í Reykjavík fjölgað um 10.000 á áratug. En hér hefur því ekki verið haldið fram að að það sé hlutverk Vestfirðinga að varðveita malarvegi. Slíkir órar eru úr öðrum huga og heimi. Það stendur líka, að kröfur um úrbætur umferðarmannvirkja á suðvesturhorni lands verða æ háværari. Og það stendur að samstaða Vestfirðinga er lítt áberandi í samgöngumálum.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli