Frétt

| 10.05.2001 | 09:43„Heiður sem ég met mikils“

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var í gær gerður að heiðursdoktor í lögum við háskólann í Manchester á Englandi á hátíðarsamkomu í tilefni 150 ára afmælis skólans. Ólafur Ragnar stundaði BA-nám í hagfræði og stjórnmálafræði í Manchester árin 1962 til 1965 og lauk doktorsnámi í stjórnmálafræði við sama skóla á árunum 1967-1970. Mbl.is greindi frá.
„Það snart mig mjög djúpt að háskólinn skyldi ákveða að heiðra mig með þessum hætti. Þetta er heiður sem ég met mikils. Langur tími er liðinn síðan ég lauk hérna námi og margt hefur á dagana drifið síðan. Sú ákvörðun skólans að veita mér þessa nafnbót á 150 ára afmælinu var í senn óvænt en einnig dýrmæt fyrir mig," sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið frá Manchester.

Hann sagði að fram hefði komið við athöfnina að nafnbótin væri einnig viðurkenning til Íslands vegna þess rannsóknarstarfs í félagsvísindum sem hefði verið unnið þar og til þeirrar lýðræðislegu hefðar sem hefði verið traustur þáttur í íslensku samfélagi. Margir Íslendingar hafa stundað háskólanám í Manchester á síðustu áratugum og sagðist Ólafur Ragnar hafa hitt þrjá íslenska námsmenn að máli í heimsókn sinni nú.

„Ég átti áhrifarík ár hér sem mótuðu mig mikið og ég á margar góðar minningar frá borginni. Það hefur verið merkilegt að koma hingað á ný. Ég hef ekki komið til Manchester frá því að ég lauk doktorsnáminu. Skólinn hefur stækkað mikið og er einn af stærstu háskólum Bretlands í dag. Hér hefur mikil uppbygging átt sér stað sem fróðlegt hefur verið að kynnast. Skólinn er að búa sig kröftuglega undir 21. öldina og mikill metnaður lagður í það af hálfu skólastjórnenda, borgaryfirvalda í Manchester og stjórnvalda í Bretlandi. Sú forsenda er lögð til grundvallar að þekkingin sé traustasti grunnur framfara og velsældar á nýrri öld. Það er fróðlegt að sjá hvernig menn taka á því verki við þennan gamla skóla," sagði Ólafur Ragnar ennfremur.

Einnig voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót í gær þau Valerie Ann Amos, barónessa og ráðherra þróunarmála, Tom Courtenay leikari, Sir Peter Hall prófessor, Sir Robert May prófessor og Dame Bridget Ogilvie.

Í ávarpi til Ólafs Ragnars, sem prófessor Bruce Wood flutti við athöfnina í gær, rakti hann námsferil forsetans við skólann og framlag hans til þróunar félagsvísinda við Háskóla Íslands. Prófessor Wood rakti einnig margvísleg störf Ólafs Ragnars á vettvangi fræða og þjóðmála, innanlands og utan, og vék að hinni sterku lýðræðishefð Íslendinga. Þá lýsti hann einnig nokkrum ummælum frá fyrrum kennurum og samstarfsmönnum forsetans við háskólann í Manchester sem þeir létu falla í tilefni af heiðursdoktorsnafnbót hans, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti forsetans.

bb.is | 27.09.16 | 11:48 Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt „Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli