Frétt

mbl.is | 24.02.2004 | 13:50Farþegaflugvélar senn búnar eldflaugavarnarbúnaði

Þess mun ekki langt að bíða að farþegaflugvélar verði búnar varnarbúnaði gegn hitasæknum flugskeytum, að sögn sérfræðinga í fluggeiranum. Handhæg en skæð flugskeyti, sem skjóta má af öxl sér, eru helsta ógn flugvéla um þessar mundir, að því er segir í frétt Reuters. Er þess skemmst að minnast að skæruliðar í Írak skutu slíkri eldflaug að flutningaflugvél í eigu DHL-flutningaflugfélagsins í nóvember á síðasta ári. Mildi þótti að áhöfninni tókst að nauðlenda á flugvellinum í Bagdad með annan vænginn í ljósum logum. Mikið framboð er af þessum vopnum á svörtum markaði.
Yfirvöld í Bandaríkjunum völdu í síðasta mánuði þrjú fyrirtæki, bandaríska arm BAE Systems, öflugasta framleiðanda varnarvopna í Evrópu, bandaríska hergagnaframleiðandann Northrop Grumman og bandaríska flugfélagið United, sem er annað stærsta flugfélag í heimi, til þess að þróa búnað til varnar flugvélum í áætlunarflugi slíkum árásum. BAE hefur kannað mögulega notkun innrauðra geisla til þess að trufla hitanema flugskeytanna, sem leita í heitan útblástur hreyfla flugvélanna.

Auðvelt kvað vera að afla sér hitasækinna eldflauga, sem stilla má upp á öxl sér og skjóta þaðan að flugvélum eða þyrlum í talsverðri hæð og fjarlægð. Eitt slíkt drápstól mun ekki kosta nema örfá þúsund Bandaríkjadala.

Flugvél forseta Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Air Force One, er búin sams konar eldflaugavarnarbúnaði og er í bandarískum herflugvélum. Að sögn Art Heckler, framkvæmdastjóra hjá BAE Systems, er ekki spurning um ár heldur mánuði hvenær varnarbúnaður verður tilbúinn til uppsetningar og notkunar í farþegaflugvélum. „Það kæmi mér ekki á óvart að hann verði tilbúinn innan þriggja til fjögurra mánaða.“

Everett Pratt hjá Northrop Grumman er ekki alveg jafnbjartsýnn og segir að rannsóknir muni fara fram næstu sex mánuði og síðan sé það yfirvalda að ákveða með framhaldið.

Asísku flugfélögin Singapore Airlines og SilkAir eiga, ef að líkum lætur, að vera búin eldflaugavarnarbúnaði innan tveggja ára, að sögn Tony Tan, aðstoðarforsætisráðherra Singapore.

Gífurlegur kostnaður yrði því samfara að setja slíkan búnað í flugflota flugfélaga, sem gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að halda kostnaði niðri í harðri samkeppni á markaðnum.

Flugvélar, sem fengju þennan útbúnað, mætti þekkja á ílöngum kassa aftarlega undir búk þeirra en áætlað er að kostnaður á hverja flugvél verði ekki undir einni milljón Bandaríkjadala, að sögn Mark Kiduff, framkvæmdastjóra hjá Northrop Grumman. Art Hecker hjá BAE segir að búist sé við að verðið verði á bilinu hálf til ein milljón dala og ráði stærð flugvéla þar miklu.

Þó að varnarbúnaðurinn eigi að verða sjálfvirkur er talið öruggara að flugmenn og flugvirkjar læri á búnaðinn, sem gæti aukið kostnað enn meira en gert er ráð fyrir. Þá er ekki talið ólíklegt að samtök flugmanna láti í sér heyra eins og varð raunin vegna umræðu um vopnaburð flugmanna í kjölfar atburðanna 11. september 2001.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli