Frétt

| 09.05.2001 | 16:22Samstaða allra íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja er vænlegust er til árangurs

Frá því í febrúar 1998 hafa sveitarfélögin á norðanverðum Vestfjörðum, Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurbær og Súðavíkurhreppur, unnið saman að málefnum sem tengjast vímuvörnum á svæðinu. Einn þáttur í þeirri vinnu er að sveitarfélögin samþykki vímuvarnarstefnu. Nú liggja fyrir drög að vímuvarnarstefnu Súðavíkurhrepps og mun hreppsnefnd fjalla um þau á næsta fundi sveitarstjórnar.
Í drögum að vímuvarnarstefnu Súðavíkurhrepps kemur fram að samstarf hreppsins og íbúanna sé nauðsynlegt til að markmiðum um vímuvarnarstefnu verði náð. „Einnig er mikilvægt að félagasamtök og fyrirtæki í hreppnum hafi skýra stefnu í vímuvörnum enda er sú leið vænlegust til árangurs,“ segir í drögunum. Þar segir einnig: „Markmið vímuvarnarstefnunnar skal vera, að hafa áhrif á að ungt fólk hefji ekki neyslu vanabindandi vímugjafa. Stefnt skal að því að draga úr neyslu vímuefna með fræðslu og upplýsingastarfi ásamt því að efla einstaklinginn til varnar gegn þeirri vá sem steðjar að samfélaginu með auknu framboði á hættulegum efnum og eftirspurn nýrra neytenda. Áhersla skal lögð á það við unglinga að þeir fresti því að taka ákvörðun um áfengis- og tóbaksneyslu til þess tíma að þeir hafa náð fullum þroska.“

Þá segir í drögunum að Súðavíkurhreppur hafni með öllu dreifingu, sölu eða neyslu ólöglegra vímuefna í byggðarlaginu. Markmið hreppsins eru þrjú: 1. Engin ólögleg vímuefni í Súðavíkurhreppi. 2. Að börn og ungmenni neyti hvorki tóbaks né áfengi. 3. Að almenn neysla áfengis og tóbaks dragist saman. Leiðir hreppsins til að ná þessum árangri eru m.a. þessar:

Í atvinnuauglýsingum á vegum sveitarfélagsins verði tekið fram að ekki sé reykt í vinnutíma né á vinnustað. Í ráðninga- og starfssamningum komi fram að farið sé eftir reglum Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um tóbaksvarnir á vinnustöðum frá 2. febrúar 1999.

Áfengi skal ekki haft um hönd á fundum nefnda eða stjórna á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstjórn veiti ekki áfengi á sveitarstjórnarfundum. Í nafni sveitarfélagsins skal ekki gefa áfengi né veita það í verðlaun. Aldrei skal veita tóbak í nafni sveitarstjórnar og fylgja skal lögum um tóbaksvarnir meðan menn eru að störfum á vegum og í nafni sveitarstjórnarinnar.

Súðavíkurhreppur veiti foreldrafélaginu á staðnum fjárstyrk, ef með þarf, til að standa straum af kostnaði vegna fræðslu eða fyrirlestra sem hafa forvarnargildi. Sjá nánar drög að vímuvarnarstefnu Súðavíkurhrepps á heimasíðu hreppsins.

bb.is | 27.09.16 | 11:48 Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt „Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli