Frétt

Leiðari 19. tbl. 2001 | 09.05.2001 | 13:47Þá geta menn lagt af sáttahjalið

„Nú eru blikur á lofti sem ógna þeirri sjálfsbjargarviðleitni sem endurspeglast í smábátaútgerðinni því enn ríkir mikil óvissa um það hvort kvótalögin muni ná óbreytt fram að ganga í haust eða ekki. Tíminn er að hlaupa frá mönnum í þessum efnum. Þeir sem ráða ferðinni verða að hafa hugfast, að hið breytta útgerðarmynstur einskorðast ekki við Vestfirði. Smábátaútgerðinni hefur vaxið fiskur um hrygg víða um land, þótt til þessa hafi alltof lítið heyrst frá öðrum en Vestfirðingum í umræðunni um þessi mál. Fyrir vikið standa margir landsmenn í þeirri trú að hér séu á ferðinni sérvestfirskir hagsmunir – einn ganginn enn – og þeir yppa bara öxlum yfir hávaðaseggjunum þarna fyrir vestan.“

Ástæðan fyrir upprifjun á þessum hluta greinar forseta bæjar stjórnar Ísafjarðarbæjar, Birnu Lárusdóttur, í BB ekki fyrir margt löngu, er að undanfarna daga hafa útgerðarmenn, með sérhagsmunagæslu þingmenn stórútgerðarinnar í broddi fylkingar, farið offari gegn smábáta útgerðinni í landinu. Tekið meira að segja svo djúpt í árinni að þarna sé um að ræða stærsta vandamál fiskveiðistjórnunarkerfisins. Jafnvel sjálft brottkastið upp á tugi þúsunda tonna, sem nú loksins er viðurkennt með semingi að sé til staðar, bliknar að þeirra mati í samanburði við stjórnlausar veiðar trillukarla, eins og það er orðað. Sérhagsmunagæsluþingmennirnir standa nú í fremstu víglínu og krefjast þess frammi fyrir alþjóð að réttlæti, eins og þeir orða það, verði að ríkja eigi að nást sátt um fiskveiðar við Íslandsstrendur. Sér er nú hvert réttlætið sem þessir háttvirtu þingmenn hafa staðið fyrir, með gjafakvótakerfi sem gert hefur fáeinum einstaklingum fært að fara með þúsundir milljóna út úr sjávarútveginum og skilja atvinnugreinina eftir skuldugri en nokkru sinni fyrr. Það þarf vissulega kokhreysti til að taka sér orðið réttlæti í munn undir slíkum kringumstæðum.

Eins og Birna Lárusdóttir kemur inn á í grein sinni í BB er smábátaútgerðin ekkert sérhagsmunamál Vestfirðinga þótt vissulega skipti hún miklu hér um slóðir. Á þessum vettvangi hafa þingmenn okkar verið hvattir til þess að ganga fram fyrir skjöldu, fá aðra þingmenn sama sinnis til liðs við sig og berjast gegn þeim ólögum, sem ætluð eru til að knésetja þá viðleitni til endurreisnar sjávarplássum um land allt sem hafin er með útgerð landróðrabáta.

Knýi sérhagsmunagæsluþingmenn stórútgerðarinnar fram kvótasetningu á allar veiðar áður en endurskoðunarnefndin um fiskveiðistjórnun lýkur störfum ættu þingmenn upp til hópa að hætta að slá ryki í augu kjósenda með sáttahjali um stjórnun fiskveiða.

Fari svo er hætt við að saltið svíði í sárum margra.
s.h.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli