Frétt

| 09.05.2001 | 13:46Umskipti í Menntaskólanum á Ísafirði

Komið er að kaflaskilum í sögu Menntaskólans á Ísafirði, sem hélt hátíðlegt 30 ára afmæli sitt á síðasta hausti með viðhöfn. Björn Teitsson skólameistari hefur starfað sem skólameistari Menntaskólans frá upphafi skólaárs 1979, en hann tók við af fyrsta skólameistaranum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Báðir eiga þeir skólameistararnir sameiginlegt að hafa tekið sér ársleyfi frá störfum til að afla sér meiri menntunar og eiga þannig kost á því að leggja sig enn frekar fram við störf sín. En ólíku er saman að jafna. Jón Baldvin hratt úr vör með Menntaskólann og eitt ár leysti Bryndís Schram eiginkona hans af sem skólameistari. Björn hefur starfað óslitið í 22 ár að frátöldum vetrinum 1990 til 1991, er Smári Haraldsson, aðstoðarskólameistari og síðar bæjarstjóri á Ísafirði, leysti hann af. Björn hefur því starfað sem skólameistari rúmlega 2/3 hluta af starfstíma skólans.

Starf Björns er því einstakt að þessu leyti. Ósennilegt er að nokkur einstakur skólameistari eigi svo langan feril að baki í sögu eins og sama skólans, sem reyndar bar um nærri 8 ára skeið heitið Framhaldsskóli Vestfjarða á Ísafirði. Framan af starfsferlinum var skólinn rekinn á ábyrgð skólameistara undir yfirstjórn menntamálaráðherra, en um nokkuð langt skeið hafa framhaldsskólum verið skipaðar skólanefndir, sem einkum bera ábyrgð á fjármálum. Starfsumhverfi skólans hefur því breyst mjög á löngum ferli Björns. Umhverfið gerir miklar kröfur til skólans. Íbúarnir á Vestfjörðum gera að sönnu miklar kröfur til þessa skóla, sem hýsir eina framhaldsnámið, sem rekið er á Vestfjörðum. Iðnskólinn á Ísafirði og Húsmæðraskólinn Ósk á Ísafirði sameinuðust á sínum tíma skólanum, sá síðarnefndi fyrir rúmum áratug.

Tvennt er þó það sem fáir gera sér vart grein fyrir við fyrstu sýn. Fólksfækkun á Vestfjörðum hefur haft mikil áhrif á rekstrargrundvöll skólans, ekki síst eftir að hið svo kallaða reiknilíkan var tekið upp, en þar með ræður nemendafjöldi í skólanum fjárveitingum til hans. Til þess að skýra þetta atriði enn frekar má ekki gleyma því, að höfðatalan ein ræður ekki, heldur sá fjöldi sem kemur út sem nemendur í fullu námi. Til einföldunar má segja að tveir nemendur í hálfu námi jafngildi þannig einu nemendaígildi, eða nemanda í fullu námi. Hitt atriðið er að fámennur skóli er ekki vel í stakk búinn að bjóða fjölbreytt úrval námsbrauta þar eð lágmarksfjölda þarf á hverja braut. Að auki hefur á hverju hausti mátt heyra eða lesa fréttir af því að erfiðlega gangi að fá kennara að skólanum. Starf skólameistara hefur því snúist mjög um að manna allar stöður. Menntaskólinn á Ísafirði er síður en svo einn á báti í þessum efnum. Starf skólameistara er því flóknara en ber við fyrstu sýn. Væntingar nemenda og samfélags virðast stundum óraunhæfar en Björn hefur staðið vaktina af trúmennsku.

Komið er að kaflaskilum og þá er mikilvægt að vel takist til um framhaldið. Menntaskólinn á Ísafirði er nauðsynlegur þáttur fyrir menningu Vestfjarða. Þar hefur sagnfræðingurinn Björn Teitsson ritað sinn þátt sögunnar.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli