Frétt

| 09.05.2001 | 07:21„Sellódagar á Ísafirði 2001“ í næsta mánuði

Erling Blöndal Bengtsson.
Erling Blöndal Bengtsson.
Sellóleikarinn heimsþekkti, Erling Blöndal Bengtsson, kemur til Ísafjarðar í næsta mánuði og heldur „master class“-námskeið í sellóleik við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Erling er af íslensku og ísfirsku bergi brotinn, eins og kunnugt er, en fæddur og uppalinn í Danmörku. Hann byrjaði ungur nám í sellóleik og taldist til undrabarna á því sviði. Þegar hann var þrettán ára gamall, árið 1946, kom hann til Íslands og hélt ásamt föður sínum tónleika í Reykjavík og á Ísafirði. Sautján ára gamall var hann orðinn aðstoðarkennari Piatigorskis við Curtis-tónlistarskólann í Fíladelfíu og ári síðar fullgildur kennari.
Í fyrravor hélt Erling Blöndal Bengtsson tónleika í Ísafjarðarkirkju og flutti þar sellósvítur Bachs. Tónleikana hélt hann til minningar um móður sína, sem var fædd og uppalin á Ísafirði. Þá kom upp hugmyndin um að hann héldi „master class“-námskeið „í faðmi fjalla blárra“ á Ísafirði. Af því verður núna undir nafninu „Sellódagar á Ísafirði 2001“. Námskeiðið nýtur stuðnings margra einstaklinga, fyrirtækja og stofnana, m.a. Ísafjarðarbæjar og menntamálaráðuneytisins.

Erling Blöndal Bengtsson hefur leikið einleik með flestum þekktustu hljómsveitum heims, svo sem Royal Philharmonic í Lundúnum, Mozarteum í Salzburg, St. Pétursborgar fílharmóníunni og Ensku kammersveitinni, undir stjórn margra þekktustu hljómsveitarstjóra heims. Jafnframt flutningi klassískra verka hefur Erling verið brautryðjandi í flutningi nútímaverka, ekki síst verka norrænna tónskálda. Fjölmargar upptökur af leik hans hafa verið gefnar út á plötum og diskum.

Auk þess að vera heimsfrægur einleikari hefur Erling Blöndal Bengtsson alla tíð haft mikinn áhuga á kennslu og hefur m.a. kennt við tónlistarháskólana í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Köln. Frá 1990 hefur hann verið prófessor í sellóleik við Tónlistarháskólann í Ann Arbor í Michigan.

Námskeið Erlings á Ísafirði hefst laugardaginn 9. júní og því lýkur með tónleikum þriðjudagskvöldið 12. júní. Væntanlega verður hægt að taka við tíu til tólf virkum nemendum en fjölda áheyrnarnemenda eru ekki sett sérstök takmörk. Þátttakendum býðst ókeypis svefnpokagisting í Heimavist Menntaskólans á Ísafirði en ýmsir aðrir gistikostir eru fyrir hendi. Flugfélag Íslands veitir verulegan afslátt af fargjöldum fyrir þátttakendur.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, í síma 456 3010 eða 456 3926 eða í netpósti.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli