Frétt

bb.is | 23.02.2004 | 14:15Vesturport sýnir Brim í Hnífsdal

Leikritið Brim verður sýnt í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
Leikritið Brim verður sýnt í Félagsheimilinu í Hnífsdal.
Vesturport-leikhús sýnir leikritið Brim eftir Jón Atla Jónasson í Félagsheimilinu í Hnífsdal um næstu helgi. Leikritið gerist á jaðri landgrunns Íslands og fjallar um lífið um borð í fiskiskipi af smærri gerðinni. Gleði, depurð og draumar áhafnarinnar renna saman við brælu hafsins og rótleysi tilverunnar í ljúfsárum mannlegum gleðileik. Brim var frumsýnt í gamla vélasalnum í Vestmannaeyjum á föstudag. Viðtökur voru feikigóðar og varð að bæta við tveimur aukasýningum vegna mikillar aðsóknar.
Umgjörð verksins og leikmynd er unnin út frá grunnhugmyndinni um þá yfirþyrmandi nálægð sem persónur verksin búa við, hver við aðra, auk hinna andlegu og efnislegu þrengsla sem ríkja um borð í hinu ónefnda línuskipi sem veltur um lífsins ólgusjó. Vettvangur leiksins er þröngt stálbúr, messi og káeta neðanþilja. Gólfið hangir í vírum, ótengt jörðinni og riðar því til og frá við minnstu hreyfingu áhafnarmeðlima, allt er á ferð og flugi.

Að sögn Ólafs Egilssonar er vel við hæfi að fara með verkið til sýningar á landsbyggðinni. „Verkið fjallar um líf fólks í sjávarplássi og störf þeirra sem leggja til krafta sína í þágu aðalatvinnuvegs þjóðarinnar. Bæði þykir okkur því umfjöllunarefni verksins eiga erindi við fleiri en Reykvíkinga og hitt er að segja má að ár og dagar séu síðan sjálfstæður atvinnuleikhópur lagði síðast land undir fót í leikferð“, sagði Ólafur í samtali við bb.is.

Jón Atli Jónasson hefur áður skrifað tvö verk sem frumflutt verða á yfirstandandi leikári. Rambó 7 fyrir leiksmiðju Þjóðleikhússins og Draugalestina fyrir nýja svið Borgarleikhússins. Rambó 7 var nýlega valið eitt af tíu, nýjum evrópskum leikverkum sem flutt verða í öllum helstu höfuðborgum Evrópu á þessu ári.

Auk þessa hefur Jón Atli undanfarið misseri unnið að leikverki fyrir Royal Court leikhúsið í London sem getið hefur sér orð sem helsti suðupottur nýsköpunar leiklistar í Evrópu. Jón Atli hefur að auki sent frá sér smásagnasafnið Brotinn taktur.

Vesturport - leikhús var stofnað árið 2001 og er félagsskapur fagfólks úr öllum listgreinum sem vinnur saman að ögrandi leiklist af öllu tagi. Uppsetningar Vesturports eru orðnar fimm talsins: Diskópakk, Titus, Herra Maður, Lykill um hálsinn, og fimleikhúsverkið Rómeó og Júlía sem vann til tveggja Grímuverðlauna og var tekið til sýninga af hinu virta Young Vic leikhúsi í London við mikla hylli gagnrýnenda og áhorfenda.

Meðal leikenda í Brimi eru Ingvar E Sigurðsson, Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Víkingur Kristjánsson og Ólafur Egill Egilsson.

Leikstjóri verksins er Hafliði Arngrímsson.

Sýningar verða eins og áður sagði í Félagsheimilinu í Hnífsdal á laugardag og sunnudag og hefjast kl. 20. Hægt er að panta miða í síma 685-4755.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli