Frétt

kreml.is – Ingólfur Margeirsson | 20.02.2004 | 15:18Þjóðin fer á taugum

Ingólfur Margeirsson.
Ingólfur Margeirsson.
Þjóðin hefur verið í léttu hysteríukasti að undanförnu. Það var kominn tími til. Með jöfnu millibili missir þjóðin stjórn á sér og fer á taugum. Menn æsa hvern annan upp uns myndast fjöldamóðursýki. Þá líður öllum nógu illa til að líða vel. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Íslendingar haga sér svona. Ég þekki enga aðra þjóð sem fær raðmóðursýkisköst nema Íslendinga. Ég hef komist að því að Íslendingar eru óvenju kvíðnir, hræddir, kúgaðir, blankir, óhamingjusamir og vansælir í lúxus sínum og skuldum.
Þeir þurfa að sleppa út gufunni öðru hvoru. Það gera þeir með sameiginlegu geðsýkiskasti. Stundum fara þeir á fyllerí en það gerist æ sjaldnar því sameiginlegt geðveikiskast virðist miklu skemmtilegra og svo getur maður hneykslast í leiðinni en hneykslun og fordæming er besta leiðin til að sýna eigin fullkomnun eins og kunnugt er. Nýjasta kastið er yfir boðaðri lýtaaðgerð á miðaldra barnastjörnu í sjónvarpi. Ef barnastjarnan er svo vitlaus að hún vilji fara í svona aðgerð í beinni útsendingu er það hennar mál. Hvers vegna þarf þjóðin að fara á taugum yfir því? Jú, það er vegna þess að fólk vill með því segja; aldrei myndi ég gera þetta. Ég er svo sæt eða sætur fyrir. Svo tryllast allir yfir lýtalækninum sem ætlaði að framkvæma aðgerðina. Ef hann er svo vitlaus að samþykkja að framkvæma hégómaaðgerð í beinni er það hans mál. Það fannst landlækni ekki. Hann kallaði lýtalækninn á teppið og ugglaust hefur siðanefnd lækna og leyfismissir borið á góma, alla vega hætti lýtalæknirinn við og þjóðin gat andað léttar.

Landlæknir veit hvað hann er að tala um þegar læknar og sjónvarpsauglýsingar ber á góma, því hann er sjálfur búinn að vera að auglýsa í allan vetur í sjónvarpi að mjólk sé góð og holl. Og þjóðin hefur ekkert farið á taugum yfir því. Enda hver ætti að kalla landlækni á teppið fyrir að fullyrða í sjónvarpsauglýsingu að mjólk sé holl og góð? Heilbrigðisráðherra? Jón ráðherra er framsóknarmaður og örugglega þeirrar skoðunar einnig að mjólk sé bæði holl og góð. Þess vegna má landlæknir gera ýmislegt í sjónvarpi sem aðrir læknar mega ekki. Engin skírteinamissir eða siðanefnd í loftinu þá. Ónei. Og þjóðin fær ekki hysteríukast og enginn læknir þarf að skrifa út valíum og líbríum. Ónei.

Ingólfur Margeirsson.

Kreml.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli