Frétt

| 08.05.2001 | 07:17Útlendingalög

Í forystugrein Morgunblaðsins í dag er fjallað um lagafrumvörp um málefni útlendinga hér á landi. Greinin fer hér á eftir í heild.

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins var fjallað um fimm lagafrumvörp um málefni útlendinga hér á landi sem til umfjöllunar eru á Alþingi. Það er til bóta að löggjöf um þessi efni sé endurnýjuð og réttarstaða útlendinga skýrð enda koma nú miklu fleiri útlendingar til lengri og skemmri dvalar á Íslandi en áður tíðkaðist, vegna vinnu, náms, hjónabands og fjölskyldutengsla eða sem flóttamenn. Margir kjósa að setjast hér að til frambúðar.
Í frumvörpunum eru hins vegar ýmis atriði sem orka tvímælis og verðskulda rækilega skoðun á Alþingi. Morgunblaðið hefur áður gagnrýnt að svokölluð tímabundin atvinnuleyfi skuli ekki veitt erlendum einstaklingum, sem ráða sig í vinnu hjá íslenzkum fyrirtækjum, heldur fyrirtækjunum sjálfum. Það er ámælisvert að þessu skuli ekki breytt í frumvarpinu um atvinnuréttindi útlendinga. Eins og rakið var í leiðara blaðsins 2. marz sl. hefur þetta kerfi í för með sér að vinnuveitandinn hefur öll ráð starfsmannsins í hendi sér og uppsögn ráðningarsamnings jafngildir ákvörðun um að senda viðkomandi aftur til síns heima. Þá hafa atvinnurekendur orðið uppvísir að því að misnota kerfið og „framleigja“ erlenda starfsmenn.

Í frumvarpi um breytingu á hjúskaparlögum er lagt til að prestar kanni hjónavígsluskilyrði íslenzkra ríkisborgara, eins og verið hefur, en að sýslumenn kanni hvort útlendingar megi giftast. Ef löggjafinn telur almennt að prestar séu ekki í stakk búnir til að kanna hjónavígsluskilyrði fólks, getur komið til greina að það hlutverk færist til sýslumanna, en sú breyting, sem hér er lögð til, er „til þess fallin að auka fordóma og mismunun gagnvart erlendum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra í landinu“, eins og Toshiki Toma, prestur nýbúa, benti á í grein hér í blaðinu fyrir nokkrum vikum.

Loks ber að nefna ákvæði í frumvarpi um útlendinga þar sem lagt er til að útlendingur geti fengið búsetuleyfi að lokinni þriggja ára dvöl í landinu, m.a. að því skilyrði uppfylltu að hann hafi farið á námskeið í íslenzku. Miðstöð nýbúa hefur réttilega gagnrýnt þetta ákvæði, m.a. á þeirri forsendu að það mismuni útlendingum þar sem Norðurlandabúar, EES-borgarar og makar Íslendinga þurfi ekki að sækja um búsetuleyfi - og er þó ekkert frekar tryggt að þetta fólk kunni eða skilji íslenzku en fólk frá löndum utan EES. Verður að teljast vafasamt að Íslendingar, sem vilja setjast að erlendis, myndu sætta sig við skilyrði af þessu tagi.

Markmiðið með ákvæðinu er göfugt, að hjálpa útlendingum að aðlagast samfélaginu og „stuðla að því að ekki taki þrjár til fjórar kynslóðir að innflytjendur verði fullgildir samfélagsþegnar“, eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir í Morgunblaðinu á sunnudag. En er þetta rétta leiðin? Í greinargerð með frumvarpinu segir að eðlilegt sé að gera kröfu til þess að sá sem leiti eftir búsetuleyfi hafi lokið slíku námskeiði. „Á hinn bóginn þykir ekki ástæða til að gera sérstakar kröfur um námsárangur, til að mynda að sá sem lokið hefur námskeiði hafi náð góðum tökum á málinu eða tali það reiprennandi“, stendur þar.

Er ekki nær að stjórnvöld móti heildstæða stefnu um hvernig eigi að hvetja útlendinga, sem vilja setjast hér að, til að læra íslenzku og stuðla að því að viðleitni þeirra beri árangur? M.a. hefur verið bent á að til þess að börn í erlendum fjölskyldum nái góðum tökum á íslenzkunni þurfi að tryggja að þau fái jafnframt góða undirstöðu í móðurmáli sínu, ekki sízt málfræðinni. Slík stefna er skynsamlegri en að setja fram kröfur út í loftið um að menn hafi farið á námskeið án þess að þurfa endilega að hafa lært neitt.

Vonandi taka alþingismenn þessi mál til rækilegrar skoðunar og hafa það fyrst og fremst í huga við meðferð frumvarpanna að tryggja og skýra réttindi þeirra mörgu útlendinga sem hingað koma og auðga samfélag okkar á margan hátt. Lykilatriðið er að við gesti okkar og nýja Íslendinga sé komið fram af sömu virðingu og við vildum að væri borin fyrir Íslendingum sem stæðu í sömu sporum í erlendu landi.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli