Frétt

| 07.05.2001 | 06:27Íslenskt svínafóður

Egill Helgason skrifar undir fyrirsögninni Þjóðernisofstækisgrænmeti:

Eitt af því sem er óskiljanlegast í umræðunni á Íslandi er hinn látlausi flaumur um að íslenskt grænmeti sé hið „besta í heimi“. Auðvitað, segja menn og kinnka kolli með ánægjusvip. Maður heyrir meira að segja skynsemdarnáunga á borð við Sigmund Erni Rúnarsson éta þennan málflutning upp í sjónvarpi. Þetta er náttúrlega nokkuð marklítið tal - svipaðrar ættar og síbyljan um að hér sé besta vatn í heimi, fegurstu konurnar, bestu hestarnir, sterkustu mennirnir og svo þá meinloku að allur matur í útlöndum sé óhollur og Halldór Laxness besti rithöfundur allra tíma.
Staðreyndin er sú að íslenskt grænmeti er mestanpart ræktað í gróðurhúsi við rafmagnsljós. Afleiðingin er sú að grænmetið verður smátt, hart viðkomu og safalítið. Ég verð að segja eins og er - mér þykir það yfirleitt vont á bragðið. Svo einfalt er það. Rétt eins og íslenskt vatn úr krana er ekkert sérlega gott til drykkjar, það er alltof steinefnaríkt til þess.

Hvernig getur svona glerhúsagrænmeti keppt við sólvermda ávexti úr suðrænni mold? Svarið: Það getur það barasta alls ekki. Það finna allir sem panta sér disk af salati á veitingahúsum í Miðjarðarhafslöndunum Ítalíu, Grikklandi eða Frakklandi. Þar er grænmetið safaríkt, matarmikið, með sterkan lit mikillar sólar - ólíkt til dæmis krækiberjunum sem hafa fengið heitið „tómatar“ í íslenskri garðyrkju. Að maður tali ekki um kínakál og „iceberg“, grísafóður sem hér er borið á borð sem fínasta grænmeti.

Mér varð það á að segja í útvarpsþætti um daginn að við þyrftum kannski ekki að rækta grænmeti hér á Íslandi, að það væri máski ekki nauðsyn að þjóðin greiddi okurverð til að halda uppi fámennri stétt grænmetisbænda. Út af þessu fæ ég á mig dembu frá einhverjum karli í Gaulverjabæ í Mogganum á sunnudag. Honum og sjálfsagt fleirum þykja þetta óþjóðholl viðhorf.

En hví þá? Einu sinni framleiddum við Íslendingar fatnað í stórum stíl, kórónaföt til dæmis. Svo lagðist það af þegar viðskiptahöftum var aflétt. Margir misstu vinnuna, en þegar þjóðin losnaði úr viðjum haftanna kaus hún einfaldlega að ganga í betri og fallegri fatnaði sem var framleiddur í útlöndum. Fólkið sem missti atvinnuna fór að gera eitthvað annað. Ég hef ekki heyrt að neinn sakni kórónafatanna eða gefjunarúlpanna. Er þá víst að nokkur muni sakna íslenska grænmetisins ef framleiðslu á því verður hætt vegna þess að enga ríkisstyrki er að hafa lengur. Hvers lags atvinnugrein er það sem ekki stenst án þess að skattgreiðendur borgi með henni? Ágætur gáfumaður, Guðmundur Andri Thorsson, orðaði þetta ágætlega í sjónvarpi um daginn - hvers vegna ræktum við þá ekki sykurreyr líka, spurði Andri...

Íslendingar eyddu síðustu áratugum tuttugustu aldarinnar í að losa sig við ýmsar ranghugmyndir sem hafði verið troðið ofan í þjóðina af misvitrum pólitíkusum og skáldum sem upp til hópa þjáðust af þjóðernisofstæki. Tökum til dæmis fallegt kvæði eftir Jón Helgason sem flestir kannast við:

Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett
og átti að vinum gamburmosa og stein,
er illa rætt og undarlega sett
hjá aldintré með þunga og frjóa grein.


Þetta lærðu öll börn af minni kynslóð utanbókar. Hvað þýðir þetta? Að það sé ömurlegt að búa í útlöndum? Betra að húka á einhverjum mel og bíða eftir því að krækiber vaxi þar svona þriðja hvert ár, reyna kannski af veikum mætti að rækta papriku? Jón Helgason gaf náttúrlega svarið sjálfur. Hann bjó í Kaupmannahöfn alla sína ævi og datt aldrei í hug að flytja heim....

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli