Frétt

| 22.02.2004 | 00:00Drukkið út á stígvél

Í tíð ríkisstjórnar Alþýðuflokksins og Sjálfstæðismanna sem sat við völd 1991-95 var kempan Matthías Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar. Varaformaður hans var þá Össur Skarphéðinsson. Fór vel á með þeim Vestfirðingunum.

Eitt sinn í þorskbrestinum sem þá gekk yfir fór nefndin vestur á Ísafjörð að ræða bága afkomu við forystumenn í sjávarútvegi. Þeir félagarnir komu meðal annars í frystihús Frosta hf. í Súðavík, en Kofri ÍS 41 var einmitt gerður út af Frosta þegar Össur tók út af honum og var nærri drukknaður, eins og fyrr er lýst.

Í kaffistofunni rifjuðu Súðvíkingar upp söguna og minntust þess að Össur var svo þrekaður orðinn í sjónum, að klofstígvélin höfðu runnið af fótum hans niður í djúpið. Össur bætti því við söguna, að þegar hann hefði góðfúslega farið þess á leit við útgerðina að hún keypti handa honum ný stígvél, þá hefðu menn snúið sér undan í forundran yfir frekjunni í þessum reykvíska unglingi.

Matthías varð hneykslaður á þessu og sagði að nú skyldu forvígismenn Frosta fá að punga út fyrir glötuð stígvél hins upprennandi krataforingja. Þegar leið á daginn hvarf Matthías á fund Ingimars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Frosta. Kom hann nokkru síðar með koníaksflöskur sem hann lagði í kjöltu Össurar og kvaðst hafa heimt af Frosta hf. sem síðbúna greiðslu fyrir klofstígvélin. Össur gladdist enda var Alþýðuflokkurinn ekki bindindishreyfing þá fremur en aðra daga.

Brá þá svo við að óveður gerði, svo að sjávarútvegsnefndin tepptist og komst ekki suður og gisti á Hótel Ísafirði. Össur kvaðst þá að hætti sannra jafnaðarmanna vilja deila koníakinu jafnt með trúuðum íhaldsmönnum sem vantrúuðum kommúnistum úr nefndinni og dró tappa úr flösku. Varð þetta til að gleðskapur hófst sem stóð undir morgun og olli nokkurri truflun á svefni annarra gesta.

Matti Bjarna stundi upp úr sér undir morgun þegar hann staulaðist af stað til hvílu: Ég hef aldrei vitað menn drekka svo innilega í minningu gamalla stígvéla.

Svo bætti hann við um leið og hann gekk úr salnum: Þið megið þakka fyrir að Össur tapaði ekki buxunum líka!

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli