Frétt

| 22.02.2004 | 00:00Lundabaggar og Svalbarðsmeyjar

Sverrir Hermannsson, alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, og Gréta Kristjánsdóttir eiginkona hans, eiga sumarbústað í landi Kirkjubóls í Skutulsfirði og dveljast þau þar sumarlangt nú síðustu árin og í flestum fríum frá amstri alþingismannsins. Margrét dóttir þeirra, framkvæmdastjóri flokksins, á nú íbúðarhúsið á Kirkjubæ, skamman spöl frá Grund, sumarbústað foreldra sinna, og ver miklum tíma þar ásamt fjölskyldu í tómstundum þeirra.

Þegar þau Margrét og Sverrir komu vestur ásamt fjölskyldum sínum á síðasta vori fóru þau í verslunina Bónus á Skeiðinu í Skutulsfirði til þess að birgja sig upp af matvöru, enda er ætíð komið að tómum kofa í þeim efnum eftir veturinn þegar sest er að í sumarhúsum.

Þá er Sverrir stóð og las á súpupakka í afkima milli hillurekka í versluninni kom þar inn í búðina Halldór Halldórsson frá Ögri, bæjarstjóri á Ísafirði. Sverrir fæddist og ólst upp ásamt stórum systkinahópi á Svalbarði í Ögurvík, rétt þar utan við sem Ögurbryggjan stendur nú. Haddi bæjó er hins vegar kominn út af Ólafi Þórðarsyni á Strandseljum í Ögursveit, tengdaföður Hannibals og afa Jóns Baldvins. Ólafur var ævinlega auknefndur lundabaggi og og fylgdi lundabagganafnið sonum hans einnig, þar með Hafliða í Ögri, afa bæjarstjórans.

Bæjarstjórinn rakst á Margréti þarna í búðinni og heilsaði henni hlýlega með kossi á kinn og bauð hana velkomna vestur. Þetta sá Sverrir innan úr skotinu og sagði svo hátt allir máttu heyra:

Það hefðu nú þótt tíðindi í Ögursveit, hér áður fyrr, ef lundabaggi frá Strandseljum hefði kysst stúlku frá Svalbarði djúpum kossi á almannafæri.

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli