Frétt

| 06.05.2001 | 06:28Opið bréf til sjómanna

Nú get ég ekki orða bundist lengur yfir þeirri vitleysu sem við sjómenn látum yfir okkur ganga. Þetta verkfall sem nú er farið að ganga á annan mánuð fer sennilega fljótlega að taka enda og þá örugglega með lagasetningu enn og aftur.

Þannig hefst Opið bréf til sjómanna, sem Jónas Sigmarsson á Húsavík ritar í Morgunblaðið í dag. Jónas segir:
Í fullan áratug og rúmlega það hef ég hlustað á þessa forsvarsmenn sjómannasamtakanna koma í fjölmiðla eftir lagasetningar og telja sig hlunnfarna af ríkisvaldinu og útgerðarmönnum sameiginlega.

Það er nú kannski eitthvað til í þeirra rökum, að þeir séu ofurliði bornir og hafi engin svör við lagasetningum. En því má ekki gleyma að sjómannaforystan er í 10 ár búin að æða af stað með verðlagsmálin í fyrsta, öðru og þriðja sæti og þar af leiðandi hafa öll önnur mál setið á hakanum. Fyrir vikið eru samningar sjómanna orðnir algerlega úreltir á mjög mörgum sviðum.

En samt sjáum við þessa menn leggja úti í enn eina vonlausu bráttuna fyrir sama hlutnum og enn koma önnur mál einhvers staðar langt á eftir. Er ekki kominn tími til að þeir fari að hugsa um önnur og ekki síður mikilvæg mál og hvíla þetta verðlagsmál, því þeim er greinilega ofviða að semja um það eins og nú er?

Er það ekki að verða sjálfsögð krafa sjómanna að þessir menn landi einu sinni samningi sjálfir? Það er svo auðvelt að segja alltaf nei og koma til sinna umbjóðenda sem hetjan er ekki gaf eftir. Þetta gengur ekki lengur, það liggur í hlutarins eðli að samningar breytast með tímanum eins og allt annað.

Við sjómenn hljótum að sjá að það er víða fáránlega yfirmannað á íslenskum skipum miðað við erlendis. Við hljótum líka að sjá að til þess að okkar starfsgrein megi vaxa og dafna verða útgerðarmenn að geta hagrætt á móti auknum launakostnaði. Þannig er það í öllum öðrum greinum, af hverju ekki okkar?

Hins vegar er það algerlega óviðunandi að lágmarkslaun sjómanna séu 85.000 kr. á mán og að menn séu ekki tryggðir almennilega við störf sín. Það er líka sanngirnismál að sjómenn fái sömu lífeyrissjóðshækkun og aðrir launþegar hafa verið að fá á undanförnum árum. En þetta eru mál sem menn væru fljótir að ná utan um ef hitt væri úr sögunni. Önnur verkalýðsfélög virðast hafa áttað sig á því að samningar snúast um það að báðir aðilar gefi aðeins eftir, en okkar ágætu félög eru greinilega ekki búin að átta sig á þessu og ég staðhæfi það að vinna þessara manna síðustu árin er búin að stórskaða þeirra umbjóðendur. Þessir menn vita vel að verkfallinu verður lokið með lögum vegna þess að land sem byggir alla sína afkomu á fiskveiðum getur ekki látið flotann liggja við bryggju öllu lengur. Þá munu þeir koma aftur og segja: „Við gerðum það sem við gátum, en ríkið er á bandi LÍÚ.“

Eigum við þá að fara aftur í verkfall að ári? Ég spyr, er það ekki lágmark að þessir menn hætti þessari vitleysu og fari að vinna sína vinnu og það með því að semja, en ekki að bíða eftir lagasetningu eins og þeir gera nú?

Ég borga ekki í stéttarfélag af því að mér finnst gaman í verkfalli heldur af því að þeir eiga að semja fyrir mig; og samningar byggjast, eins og áður sagði, á því að báðir aðilar gefi eftir, ekki bara annar. Þessir menn eru búnir að sýna það að þeir eru vanhæfir í þetta starf. Þetta kann að hljóma eins og sé alveg á bandi LÍÚ en svo er ekki. Ég get bara ekki krafið félag sem ég er ekki í um nokkuð; það er verk óánægðra útgerðarmanna. En ég get krafist þess, og geri það, að mínir menn, sjómannaforystan, fari að gera alvarlegar tilraunir til að semja. Það er hennar hlutverk, ekki að halda okkur í enn einu árangurslausu verkfalli! Og geti þeir það ekki þá verða þeir að víkja fyrir öðrum mönnum sem það geta.

Jónas Sigmarsson,
Sólbrekku 5, Húsavík.

Morgunblaðið

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli