Frétt

| 05.05.2001 | 10:11(Þjóð)garðurinn Skrúður

Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og formaður framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði.
Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og formaður framkvæmdasjóðs Skrúðs í Dýrafirði.
Eitt það allra vinsælasta sem ferðamenn taka sér fyrir hendur, þegar þeir leggja land undir fót, er að heimsækja fallega garða. Nafn eins og Versalir, sem Lúðvík 14. lét byggja og rækta á sínum tíma, er eitt þekktasta dæmi sem kemur upp í hugann. Þann garð heimsækja a.m.k. nokkrar milljónir ferðalanga ef ekki tugir milljóna á ári hverju. Reyndar er að finna menjar um miklu eldri garða, m.a. frá tíð Forn-Egypta sem voru uppi fyrir 2000-3000 árum. Garðar hafa því fylgt manninum í þúsundir ára og voru til löngu áður en landnám hófst hér á Íslandi.
Þrátt fyrir að við getum ekki státað af neinum hallargörðum, eða þaðan ef eldri menjum eru til örfáir merkilegir garðar hér á landi sem kannski eru ekki taldir nema á fingrum annarrar handar. Þessir garðar verða til um aldamótin 1900 þegar þjóðmenning er að vakna í vitund landsmanna og sjálfstæðisbaráttan í hávegum.

Einn sá almerkilegasti þessara garða er Skrúður í Dýrafirði, sem verður til á þeim tíma þegar möguleikar til ræktunar á Íslandi eru nær alls ókannaðir. Hið sterka svipmót Skrúðs er einstakt hér á landi og vekur óneitanlega upp margar spurningar.

Undanfarin ár hefur starfað áhugahópur, sem hefur að markmiði að tryggja framtíðarfjárhag garðsins Skrúðs. Reyndar var svo komið fyrir einum 8-9 árum, þegar áhugamenn hófust handa við endurnýjun Skrúðs, að í óefni stefndi um framtíð hans.

Tilgangur ráðstefnunnar, sem haldin verður um Skrúð í Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Íslands, á sunnudaginn kemur kl. 14.30, er annars vegar að kynna gersemar garðsins undir leiðsögn hæfustu fyrirlesara og sérfræðinga, hvers á sínu sviði. Hins vegar er tilgangurinn að afla fjár til að stykja starf og viðhald garðsins og í því skyni verður boðið upp á kaffiveitingar á 1.500 kr. og um leið gefst gestum færi á að kynnast þessum merkilega garði, ef til vill frá nýju sjónarhorni. Margir hafa aldrei séð garðinn en geta á ráðstefnunni kynnst þeim einstöku perlum og sérkennum sem garðurinn hefur upp á að bjóða. Vonandi getur ráðstefnan einnig orðið hvati til þess að fleiri heimsæki Skrúð á sumri komanda og bætist í þann 4000-5000 manna hóp sem kemur þar við á ári hverju, því að auðvitað jafnast ekkert á við raunverulega upplifun. Upplifun þar sem hægt er að nema öll helstu sérkenni eldri klassískrar garðalistar, hríslandi læk og líklega einn elsta gosbrunn á landinu, fjölbreyttan gróður í fastmótuðu skipulagi og margt fleira mætti nefna.

Á dagskrá ráðstefnunnar mun m.a. Óli V. Hansson, fyrrv. garðyrkjuráðunautur, fjalla um berjarunna. Jóhann Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, skoðar með fundargestum nýjan skógarbúa. Þá mun Kristinn H. Þorsteinsson, form. Garðyrkjufélags Íslands, fjalla um reyniviðinn sem er ríkjandi trjátegund í garðinum. Þá mun Jón H. Björnsson landslagsarkitekt fjalla um gosbrunna í íslenskri garðlist.

Í kaffihléi munu Skrúðstónar líða um Mörkina úr hornum Guðna Franzsonar tónlistarmanns og í kjölfarið hefst þáttur Hafsteins Hafliðasonar, umhverfisstjóra Árborgar, þar sem hann fjallar um matjurtaræktun, sem í raun var megintilgangur séra Sigtryggs þegar hann stofnaði til garðsins, þ.e.a.s. að kenna mönnum að meta og rækta sjálfir matjurtir. Að lokum mun Sigríður Hjartar, fyrrverandi form. Garðyrkjufélags Íslands, fjalla um þau merkilegu hvalbein sem eru í Skrúði, og með vissum rökum færa Skrúð skörinni hærra en Versali Loðvíks, þar sem engin slík er að finna í Frans.

Þrátt fyrir að mikil vinna hafi á undanförnum árum verið lögð í endurnýjun garðsins og að verulegu leyti í sjálfboðaliðastarfi er framtíð Skrúðs engan veginn borgið. Nú mun reyna á vilja og þann stuðning sem við vonum að sé að finna meðal ræktunarmanna, fyrrverandi nemenda á Núpi og þeirra sem eiga taugar vestur og er annt um að varðveita það besta úr menningu síðustu aldar. Verið velkomin á Skrúðsmót.

Höfundur er skógfræðingur og formaður framkvæmdasjóðs Skrúðs.

Morgunblaðið 5. maí 2001

Nánar:
Skrúður í Dýrafirði

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli