Frétt

| 05.05.2001 | 10:01Skipaiðnaðurinn ekki styrktur

Morgunblaðið endurbirti nýlega grein úr Vísbendingu þar sem fjallað er um styrki til einstakra atvinnuvega og tíundaðir margir ókostir slíks fyrirkomulags. Nefndar eru til sögunnar tvær greinar úr atvinnulífinu, grænmetisframleiðendur og skipaiðnaðurinn, þær lagðar að jöfnu og sett upp ljóðræn lýsing af ferðum skipasmiða og grænmetisbænda um Öskjuhlíðina þar sem sungið er í kór ákall um leiðsögn og vernd.
Þannig hefst grein sem Ingólfur Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, ritar í Morgunblaðið í dag. Ingólfur heldur áfram:

Hvernig sem í því liggur og hvað sem óskum um vernd fyrir grænmetisbændur líður er einn galli á þessari frásögn. Íslenskur skipaiðnaður hefur ekki búið við niðurgeiðslur eða styrki og því síður tollvernd. Okkur hefur hins vegar mislíkað að standa í samkeppni við styrktan skipaiðnað í öðrum löndum og kvartað sáran undan því; lái okkur hver sem vill.

Frásögn Vísbendingar er því hugarórar einir og á sér sennilega stoð í þeirri frómu ósk skipaiðnaðarins að stjórnvöld geri allt til þess að stuðla að því að innlendur skipaiðnaður sitji við sama borð og keppinautar þeirra erlendir. Það er auðvitað hægt að gera á fleiri vegu en með styrkjum og er hluti af atvinnustefnu í viðkomandi landi.

Bestir í heimi?

Vísbendingarmenn varpa fram þeirri spurningu hvort íslenskir skipasmiðir séu þeir bestu í heimi og bæta við, af einskærri smekkvísi, að ekki fái íslenskt kvenfólk styrki þótt það sé fallegast í heimi! Hvað sem þessari aulafyndni líður er rétt að benda þeim góðu mönnum á þá staðreynd að samkeppnishæfni á þessu sviði helgast ekki eingöngu af því að vera með bestu fagmenn í heimi, besta skipulagið og bjóða bestu vöruna. Þar kemur margt fleira til sem hefur bein og óbein áhrif á endanlegt verð og niðurstöðu viðskiptavina.

Skekkt samkeppnisstaða

Margar þjóðir og þar á meðal samkeppnisþjóðir á EES-svæðinu hafa greitt niður skipaiðnað sinn og við það þurfum við að keppa. Þær hafa einnig beitt sér fyrir margskonar þróunaraðstoð, styrkt fyrirtæki til að mennta og þjálfa sína menn, staðið fyrir hagræðingarátökum, veitt byggðastyrki og stutt tæknistofnanir sem þjóna greininni dyggilega. Allt myndar þetta stöðu sem styrkir óneitanlega skipaiðnað viðkomandi lands og gerir honum betur kleift að keppa um verkefni.

Ekki er vafi á því að þetta gera þjóðirnar vegna þess að þær líta á þennan iðnað og verkþekkingu sem þar er að finna eins og hver önnur verðmæti sem miklu skipti að hlúa að. Hjá okkur Íslendingum bætist við að okkur er mikil nauðsyn að geta boðið bestu þjónustu við flotann og tryggja öryggi og aðstöðu sjómanna. Þetta verður ekki gert ef skipaiðnaðurinn er látinn drabbast niður vegna sofandaháttar og þeirra trúarbragða að grasið hljóti alltaf að vera grænna handan girðingar.

Áhyggjur útgerðarmanna

Þetta skilja margir útvegsmenn mæta vel og nægir að nefna ummæli Rafns Haraldssonar, útgerðarmanns Reykjaborgarinnar, nýlega þar sem hann lýsir áhyggjum af verkefnaleysinu hjá íslenskum skipaiðnaði á meðan margir kollegar leiti til fjarlægra landa út í óvissu til að láta smíða skip sín. Hann segir: „Verkefnaleysið stuðlar að fækkun sérhæfðra starfsmanna í þessari stétt og það endar með því að við verðum í vandræðum með að fá menn í venjulegt viðhald eftir nokkur ár.“ (Fiskifréttir 2. mars sl.)

Þessi þróun er því ekki einkamál skipaiðnaðarins, hún snertir einnig sjávarútveginn með beinum hætti. Það hlýtur þó að skipta einhverju máli hvað sem líður yfirlætisfullum spurningum um heimsins besta skipaiðnað.

Morgunblaðið

bb.is | 29.09.16 | 11:48 Herdís Anna í West Side Story

Mynd með frétt Herdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli