Frétt

bb.is | 19.02.2004 | 14:00Hundslappadrífa getur valdið heimþrá meðal brottfluttra Ísfirðinga

Þessi mynd er tekin af bakhlið hússins að Bjargi við Seljanlandsveg.
Þessi mynd er tekin af bakhlið hússins að Bjargi við Seljanlandsveg.
Eitt af fallegustu trjám landsins stendur í garði Huldu Pálmadóttur og Jóns Páls Halldórssonar við Engjaveg. Sjaldan hefur það verið fallegra en í morgun í snjókomunni.
Eitt af fallegustu trjám landsins stendur í garði Huldu Pálmadóttur og Jóns Páls Halldórssonar við Engjaveg. Sjaldan hefur það verið fallegra en í morgun í snjókomunni.
Engjavegurinn í allri sinni dýrð.
Engjavegurinn í allri sinni dýrð.
Mörgum þykir fátt fallegra en Skutulsfjörður í snjókomu og logni a.m.k. er það skoðun brottflutts Ísfirðings sem frétti í morgun að hér vestra væri búið að snjóa í logni í rúman sólarhring. Hinn dyggi lesandi bb.is sem býr á höfuðborgarsvæðinu sendi bréf þar sem hann lýsir því hvernig fregnin af hundslappadrífunni á Ísafirði hafi vakið upp hjá honum heimþrána. „Var að tala við frænda minn og hann lýsti fjálglega fyrir mér loftnetum á við snjóbolta og ljúfri snjókomu þarna hjá ykkur undanfarna tvo daga. Og hér sit ég í grenjandi roki og rigningu og græt snjóleysið hér syðra. Er illa haldin af snjóleysinu, þetta er auðvitað mismunun á milli landshluta að þið fáið allan snjóinn og við bara rigningu.
Gengur ekki, hreint ekki. Eitt getur kannski aðeins bjargað okkur þessum brottfluttu, það er að fá fína snjóamyndasyrpu inn á bb.“

Svo mörg voru þau orð. Auðvitað hafði Halldór Sveinbjörnsson ljósmyndari haldið út í birtingu í morgun og tekið nokkrar fallegar myndir. Þar sést vel hvernig mjöllin hefur lagst yfir eins og bómull.

Vonandi létta myndirnar lund þeirra sem sitja syðra og þjást af heimþrá. Hitt er rétt að nefna að eina lækningin til frambúðar við heimþrá er mjög einföld. Að flytja vestur.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli