Frétt

bb.is | 18.02.2004 | 11:47Fjarlækningastofnun Íslands á Ísafirði náði aldrei flugi

Frá stofnfundi Fjarlækningastofnunar Íslands ses. á Ísafirði 2001.
Frá stofnfundi Fjarlækningastofnunar Íslands ses. á Ísafirði 2001.
Fjarlækningastofnun Íslands ses. sem stofnuð var á Ísafirði árið 2001 og var ætlað að verða miðstöð fjarlækninga á Íslandi eins og nafnið ber með sér komst aldrei á rekspöl. Áhugaleysi stjórnvalda þegar á reyndi er kennt um. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar hefur látið af störfum en hugmyndin er ennþá til staðar segir stjórnarformaður stofnunarinnar. Á dögunum var umræða á Alþingi um stöðu fjarlækninga á Íslandi.
Umræðan kom í kjölfar fyrirspurnar Rannveigar Guðmundsdóttur alþingismanns (S) til heilbrigðisráðherra Jóns Kristjánssonar um stefnu ríkisstjórnarinnar á sviði fjarlækninga. Einnig spurði Rannveig um hvaða tilraunir hefðu verið gerðar með fjarlækningar og hvernig þær gætu gagnast í dreifbýli.

Í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra kom fram að meginmarkmiðið með fjarlækningum sé að auka aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að sérhæfðri þjónustu, þar á meðal ráðgjöf sérfræðinga á sjúkrahúsi til heilsugæslulæknis. Jón sagði fjarlækningar ekki nýja grein lækninga innan heilbrigðisþjónustu eða læknisfræði heldur aðferð til að koma slíkri ráðgjöf á með hjálp upplýsingatækni. „Með fjarlækningum er þannig hægt að auka aðgengi fólks að sérfræðiþjónustu án tillits til búsetu, tryggja betur heilbrigðislegt öryggi og minnka óþægindi vegna ferðalaga.“

Í svari sínu vitnaði ráðherra til stefnumótunar ráðuneytisins í þessum málaflokki frá árinu 1997 þar sem eftirfarandi markmið voru sett: Fjarlækningar verði notaðar til að bæta aðgengi allra landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Fjarlækningar verði notaðar við sérfræðiráðgjöf til og frá erlendum heilbrigðisstofnunum.

Þá sagði Jón í svari sínu einnig: „Upplýsingar á framfæri fjarskiptatækni bjóða nú upp á enn meiri möguleika en áður hafa þekkst. Ekki aðeins á sviði almennrar tölvutækni, heldur einnig hvað varðar aukna möguleika á sendingu röntgenmynda, lifandi mynda og hagnýtingu fjarlækninga. Á síðustu árum hafa fjarlækningar í auknum mæli tengst uppbyggingu heilbrigðisnets fyrir heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisnetinu er ætlað að vera farvegur rafrænna samskipta milli aðila innan heilbrigðisþjónustunnar, jafnframt því sem fjarskiptatækni verður hagnýtt á mörgum sviðum í samskiptum fólks við heilbrigðiskerfið. Gert er ráð fyrir að heilbrigðisnetið verði komið í fullan rekstur í árslok 2006.

Í heilbrigðisáætlun til ársins 2010 er lögð áhersla á skipulega uppbyggingu fjarlækninga eða fjarheilbrigðisþjónustu sé áhrifarík leið til að tryggja að landsbyggðin njóti og hafi sem auðveldastan aðgang að sams konar heilbrigðisþjónustu og höfuðborgarsvæðið á næstu áratugum. Enn fremur tengjast fjarlækningar mörgum helstu markmiðum heilbrigðisáætlunar til 2010.“

Þann 14.desember 2001 var á Ísafirði stofnuð Fjarlækningastofnun Íslands ses. Í frétt af stofnfundinum sagði: Markmið þeirra sem að henni standa er að Heilbrigðistofnunin Ísafjarðarbæ verði miðstöð fjarheilbrigðisþjónustu í landinu og að þar verði stundaðar lækningar og hjúkrun í gegnum netið og þróaðar aðferðir til slíkrar vinnu, þar sem saman fari læknislist og tölvutækni. Formaður Fjarlækningastofnunar Íslands var kjörinn Hallgrímur Kjartansson yfirlæknir en aðrir í stjórn eru Ólafur Sigurðsson, Rúnar Óli Karlsson, Samúel J. Samúelsson og Örn Ingólfsson.

Þá sagði í umræddri frétt:„ Rúnar Óli Karlsson, atvinnumálafulltrúi Ísafjarðarbæjar og einn stjórnarmanna, segir að starfsemi hinnar nýju stofnunar sé enn á hugmyndastigi en aðstæður séu um margt góðar á Vestfjörðum til að starfrækja miðstöð fjarlækninga. Bæði sé margt vel hæft fólk í heilbrigðisgeiranum í fjórðungnum, auk frumkvöðla í tölvutækni. Ísafjarðarbær sé talinn heppilegur til þróunar lausna á þessu sviði þar sem hann samanstendur af stórum kjarna ásamt minni byggðakjörnum með heilsugæslustöðvar og öldrunarheimili. Slíkt umhverfi þykir mjög hentugt til tilrauna á sviði fjarheilbrigðistækni. Milli þessara stofnana eru nú þegar töluverð netsamskipti sem hægt væri að þróa frekar. Að sögn Rúnars Óla voru í mars á þessu ári undirritaðar viljayfirlýsingar um samstarf milli Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ og Íslenskrar erfðagreiningar, Taugagreiningar, Framtíðartækni og SKÝRR. Einnig hafa fleiri aðilar sýnt verkefninu áhuga s.s. Flaga, Skyn, TelemedIce, eMR og doc.is. Segir Rúnar Óli næstu skref í málinu vera að sækja um fjármagn í hina ýmsu sjóði og tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn til að ráða starfsmann til að vinna að þeim hugmyndum sem fram hafa ko

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli