Frétt

| 04.05.2001 | 15:25Upp á líf og dauða

Stjórnarfundur var boðaður í útgáfu- og ættfræðifyrirtækinu Genealogia Islandorum í gær þar sem fara átti yfir stöðu og horfur í rekstri fyrirtækisins. Lítil sem engin starfsemi hefur verið í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Lyngháls í Reykjavík frá því í lok nóvembermánaðar þegar flestu starfsfólki fyrirtækisins var sagt upp. Frá þessu er greint á Visir.is.
Tveir framkvæmdastjórar fyrirtækisins hættu; Jóhann Páll Valdimarsson hvarf á braut með bókaútgáfu sína og gerður var starfslokasamningur við Þorstein Jónsson, ættfræðing og einn stærsta hluthafa fyrirtækisins. Ljóst er að mikill taprekstur var á bókaútgáfu fyrir almennan markað á liðnu ári. Vegna stöðu mála er kurr í stórum hluthöfum sem eru meðal annarra risar í íslensku viðskiptalífi, eins og Burðarás og Sjóvá-Almennar.

Að undanförnu hefur Páll Bragi Kristjónsson, framkvæmdastjóri Nýja bókafélagsins og Þjóðsögu, farið yfir rekstur Genealogia Islandorum ásamt endurskoðendum til að reyna að finna flöt á áframhaldandi rekstri og jafnvel samruna við fyritæki sitt.

,,Sú vinna er enn í gangi og ég skipti mér ekki frekar af því fyrr en Páll Bragi kemst að niðurstöðu," sagði Björgólfur Guðmundsson, samstarfsmaður Páls Braga í Íslenska bókafélaginu. Tryggvi Pétursson, stjórnarformaður Genealogia Islandorum og einn stærsti hluthafi þess, sagði engar afgerandi ákvarðanir um framtíð fyrirtækisins bíða stjórnarfundarins sem boðaður var í gær: ,,Páll Bragi er að skoða þetta og síðan verða ákvarðanir teknar," sagði Tryggvi skömmu fyrir fundinn.

Þeir sem til þekkja eru þó flestir sammála um að fyrirtækið standi á brauðfótum eftir hremmingar síðustu mánaða. Lítil sem engin starfsemi hefur verið á vegum forlagsins. Ættfræðiútgáfa, sem átti að skila miklum hluta tekna, hefur algerlega brugðist, auk mikils taprekstrar á bókaútgáfu fyrir almennan markað.

Helstu hluthafarnir í Genealogia Islandorum eru sem fyrr sagði Burðarás, Sjóvá-Almennar, líftæknifyrirtækið Urður, Verðandi, Skuld og Tryggvi Pétursson, mjölkaupmaður og stjórnarformaður fyrirtækisins. Þegar Þorsteinn Jónsson ættfræðingur hvarf frá fyrirtækinu var hann enn stærsti einstaki hluthafinn með um 40 prósent hlutafjár sem byggðist á ættfræðigrunni sem hann lagði til sem hlutafé við stofnun fyrirtækisins. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte & Touche mat ættfræðigrunn hans þá á tæpar 125 milljónir króna en kunnugir telja það mikið yfirmat og verð sem aldrei fengist fyrir grunninn yrði reynt að selja hann í dag.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli