Frétt

| 03.05.2001 | 15:43Gönguleiðir við allra hæfi með bæði einstaklingskeppni og sveitakeppni

Komið í mark í Fossavatnsgöngunni fyrir tveimur árum.
Komið í mark í Fossavatnsgöngunni fyrir tveimur árum.
Síðasta skíðamót ársins á norðanverðum Vestfjörðum og jafnframt hápunkturinn að margra dómi, sjálf Fossavatnsgangan, verður háð á laugardag. Nægur snjór er á göngusvæðinu og horfurnar góðar fyrir þetta fornfræga mót. Gangan hefst klukkan 12 á hádegi á tveimur stöðum eftir því hversu langt á að ganga. Skráning fer fram í versluninni Vestursporti á Ísafirði og stendur fram á föstudagskvöld. Fossavatnsgangan er elsta skíðamót sem enn er við lýði hér á landi og var fyrst þreytt árið 1935. Undanfarin ár hafa þátttakendur verið 120-130. Þannig er gangan líklega fjölmennasta skíðamót hvers vetrar Íslandi, að undanskildum leikum Andrésar Andar.
Nú eins og venjulega verða þrjár vegalengdir í boði – 20 km, 10 km og 7 km. Keppendur á lengstu göngunni eru ræstir undir Vatnahnjúk, skammt frá Fossavatni, og enda á Seljalandsdal. Þeir sem ekki treysta sér alla leið geta farið 10 km leið frá Kristjánsbúð á Botnsheiði, yfir Miðfellsháls og niður á Seljalandsdal. Einnig er kostur á 7 km braut frá Kristjánsbúð, heim brúnir og yfir á Seljalandsdal. Þessi leið er mjög létt og hentar vel allri fjölskyldunni.

Keppendur geta myndað þriggja manna lið í hverri vegalengd og þannig tekið þátt í sveitakeppni samhliða einstaklingskeppninni. Samanlagður tími einstaklinganna gildir sem tími liðsins. Það er því kjörið fyrir fyrirtækjahópa, saumaklúbba, fjölskyldur eða vinahópa að draga nú fram gönguskíðin og vera með. Nú hefur leiðin verið troðin og greiðfært er fyrir bíla upp að gatnamótum Breiðadals- og Botnsheiða þar sem brautin liggur, þannig að ekkert er því til fyrirstöðu að fólk geti notað næstu daga til að bæta formið og fínslípa stílinn.

Eftir gönguna er öllum keppendum boðið í kaffisamsæti þar sem sigurvegarar eru heiðraðir og allir fá sérsleginn verðlaunapening fyrir þátttökuna. Um kvöldið verði haldið Skíðafélagsball í Krúsinni. Boðið verður upp á austurlenskt matarhlaðborð og ball á eftir með stórhljómsveitinni Gildrumezz. Allt skíðaáhugafólk er hvatt til að hafa samband við Krúsina sem fyrst og panta borð.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli