Frétt

| 03.05.2001 | 12:26Neyslan minnkar mjög í Ísafjarðarbæ

Snjólaug Stefánsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir og Birna Lárusdóttir við störf á ráðstefnunni.
Snjólaug Stefánsdóttir, Þorgerður Ragnarsdóttir og Birna Lárusdóttir við störf á ráðstefnunni.
„Ég var bæði glaður og hryggur með niðurstöðurnar“, segir Hlynur Snorrason hjá VáVest. „Það gladdi okkur mjög að fá það staðfest, sem við höfðum á tilfinningunni, að unglingamenning í Ísafjarðarbæ er alltaf að verða betri. Niðurstöðurnar sýna að unglingar í Ísafjarðarbæ eru langt undir landsmeðaltali hvað áfengis-, tóbaks- og hassneyslu varðar. Ég varð að sama skapi hryggur yfir niðurstöðunum úr Bolungarvík og Súðavík“, segir Hlynur.
Í rannsókn sem kynnt var á ráðstefnu um vímuvarnir á Ísafirði í gær kemur fram, að 20% nemenda í 10. bekk í Ísafjarðarbæ hefðu orðið ölvaðir síðasta mánuðinn áður en könnunin var gerð. Vegna reglna sem tölvunefnd setur um lágmarksfjölda í rannsókn af þessu tagi voru nemendur í Bolungarvík og Súðavík settir saman í flokk. Þar var hlutfallið 50% en landsmeðaltal var 32%. Hlutfall nemenda í 10. bekk sem hafði einhvern tímann á ævinni notað hass var 6% í Ísafjarðarbæ. Nemendur í Bolungarvík og Súðavík jafnir landsmeðaltali en samkvæmt könnuninni höfðu 12% nemenda í 10. bekk í bæjunum tveimur notað hass.

Að ráðstefnunni í gær stóðu VáVest-hópurinn, Ísland án eiturlyfja og Áfengis- og vímuvarnaráð. Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, var fundarstjóri og var ráðstefnan vel sótt. Fulltrúar frá hópunum þremur kynntu starfsemina, þau Þorgerður Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs, Snjólaug Stefánsdóttir fyrir hönd verkefnisins Ísland án eiturlyfja og Hlynur Snorrason fyrir hönd VáVest-hópsins

Hera Hallbera Björnsdóttir frá fyrirtækinu Rannsóknir og greining kynnti niðurstöður rannsóknar á notkun nemenda efstu bekkja grunnskóla á tóbaki, áfengi og kannabisefnum. Einnig kynntu þær Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Schram starfsemi Gamla apóteksins.

Í ofangreindri rannsókn kemur fram, að 10% nemenda efsta bekkjar grunnskóla í Ísafjarðarbæ reyktu eina sígarettu eða fleiri á hverjum degi vorið 2000. Í Bolungarvík og Súðavík var hlutfallið 15% en allir staðirnir voru þó undir landsmeðaltali sem var 16%.

Ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar hefur dregið mjög úr neyslu unglinga í Ísafjarðarbæ á áfengi, tóbaki og kannabisefnum á undanförnum árum. Þannig reyktu 31% nemenda efstu bekkja árið 1998 en einungis 10% tveimur árum síðar. 41% ísfirskra gagnfræðiskólanema hafði drukkið sig fullan mánuði áður en könnunin var gerð árið 1997 en einungis 20% árið 2000. Þeim fækkaði sem höfðu notað hass úr 19% í 6% milli áranna 1997 og 2000 ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar.

„Þetta sýnir einfaldlega að þær forvarnir sem unnið hefur verið að í Ísafjarðarbæ eru að skila árangri“, segir Hlynur Snorrason. „Þakka má foreldrum sem taka hlutverk sitt alvarlega. Einnig má minna á að aðilar eins og grunnskólakennarar, starfsmenn félagsmiðstöðva, foreldrafélög, félagsmálayfirvöld, lögreglu og fleiri hafa unnið mjög gott starf. Þessir aðilar eru búnir að vera að efla samstarf sitt með þessum frábæra árangri. Þrátt fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í Ísafjarðarbæ, er engin ástæða til að slaka nokkuð á í forvarnarstarfi, heldur þurfa menn að halda áfram á sömu braut og eins að bæta sig þar sem árangurinn er ekki eins góður. Allt kostar þetta peninga og þurfa sveitarfélögin að mínu áliti að leggja enn meira fé í þetta starf.“

Hlynur kvaðst vera hryggur yfir niðurstöðunum úr Bolungarvík og Súðavík. „Ég trúi því hins vegar að jákvæðar breytingar séu að verða þar, en niðurstaðna úr rannsókn sem framkvæmd var meðal núverandi 10. bekkinga þar og á landinu öllu er að vænta innan tíðar. Ég vænti þess að þær tölur sýni jákvæða breytingu. Ég vil geta þess að sveitarstjórnirnar á norðanverðum Vestfjörðum, þ.e. í Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi, munu birta samræmda vímuvarnastefnu sína eigi síðar en í lok sumarsins. Í framhaldi af því vænti ég þess að ýmsar stofnanir, félög og fleiri muni fylgja í kjölfarið.“

Hlynur kvaðst vilja minna alla foreldra í Ísafjarðarbæ á að halda vöku sinni, þrátt fyrir gleðilegar niðurstöður úr rannsókninni. „Þó svo að við séum að fá frábærar fréttir af börnunum okkar, þá megum við alls ekki sofna á verðinum. Við verðum að halda ótrauð áfram en þessi árangur sýnir okkur að við erum á réttri leið. Við foreldra og aðra í Bolungarvík og í Súðavík vil ég segja, að við þurfum að efla okkur og stilla saman strengi okkar. Margir eru að gera mjög góða hluti en við þurfum að ná sama takti. Vá Vest-hópurinn er staðráðinn í því að efla starfið

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli