Frétt

| 03.05.2001 | 06:57Sagan og menningin sem söluvarningur

Jón Jónsson að segja galdrasögu á Galdrasýningu á Ströndum.
Jón Jónsson að segja galdrasögu á Galdrasýningu á Ströndum.
„Þegar talað er um steinsteypu, hús, veg eða grjótgarð finnst engum sveitarstjórnarmanni mikið að tala um milljónatug. Ég skil ekki af hverju það sama er ekki upp á teningnum þegar verið er að tala um mannlíf og menningu, nýsköpun og fólk“, segir Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð. „Ef byggja á upp menningarferðaþjónustu er algjört lykilatriði að hugsa í auknum mæli um menningu og sögu sem söluvarning. Ef þessir þættir eiga að skipta einhverju verulegu máli fyrir byggðaþróun og atvinnulíf, nægir heimamönnum ekki að líta þannig á að merkisstaðir og sérstaða séu fróðleikur sem gaman sé og gott að ferðamenn hafi áhuga á“, segir hann enn fremur.
Fyrsti liður aðalfundar Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem haldinn var á Café Riis á Hólmavík um síðustu helgi, var málþing um menningartengda ferðaþjónustu. Yfirskrift málþingsins voru spurningarnar: Er menningararfurinn aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Vestfjörðum? Ræktum við sérstöðu okkar? Meðal frummælenda á þinginu var Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, og rakti hann þar ítarlega forsögu og þróunarsögu Strandagaldurs og Galdrasýningar á Ströndum, sem verður að teljast eitthvert athyglisverðasta framtakið í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og þótt víðar væri leitað. Erindi Jóns er ákaflega lærdómsríkt og veitir innsýn í þá ótalmörgu hluti sem við er að fást, þegar viðfangsefni af þessu tagi breytist úr óljósri hugmynd í magnaðan veruleika. Erindið birtist hér í heild.


Jón Jónsson, þjóðfræðingur:

Strandagaldur


Frá 1998 hef ég setið fjölmargar ráðstefnur um menningartengda ferðaþjónustu í dreifbýli, menningu og atvinnulíf eða menningararfinn, ferðaþjónustu og ungt fólk. Þessi mikla umræða um menningartúrisma er engin tilviljun og ekki heldur tískubóla þótt stundum sé látið að því liggja. Menn hafa einfaldlega áttað sig á því að í sögulegri sérstöðu, menningararfinum og menningar-landslagi sem talar til heimamanna og ferðafólks felast mikilvæg sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Færi á atvinnusköpun, færi á að auka og bæta þjónustu og færi á að bjóða upp á afþreyingu í hæsta gæðaflokki og styrkja þannig atvinnulíf, byggð og sjálfsmynd íbúa. Fjölmörg sveitarfélög og svæði um allt land eru einmitt að glíma við þessa þraut þessi misserin. Augljóslega tekst misjafnlega til enda misjafnlega miklu til kostað og verkefnin misfagleg og misvel undirbúin.

Það er nefnilega ekki hlaupið að því að breyta þessum gersemum sem sögustaðir, menningarleg sérstaða og menningararfurinn eru í krónur og aura. Ef menningararfur og saga ákveðins svæðis eiga að verða íbúum þess raunveruleg auðlind verður einhver að stýra því ferli og drífa það áfram frá upphafi til enda. Og það er meiriháttar mál, því þurfa menn að gera sér grein fyrir. Þessi uppbygging er undir kraftmiklum einstaklingum komin og ef verkefnin eru viðamikil þarf einfaldlega fleiri einstaklinga sem leggjast á eitt. Um leið útheimtir uppbygging á sviði menningartúrisma samvinnu þeirra við heimamenn og kunnáttumenn og til að hún geti orðið þarf vakningu. Það verður að draga möguleikana, tækifærin og leiðirnar fram í dagsljósið og ræða þær vandlega og síðan þarf ennþá meiri samvinnu – innan afmarkaðra svæða – milli ráðgjafa, ferðaþjónustuaðila, menningarstofnana, sveitarstjórna og íbúa.

Ef byggja á upp menningarferðaþjónustu er algjört lykilatriði að hugsa í auknum mæli um menningu og sögu sem söluvarning. Ef þessir þættir eiga að skipta einhverju verulegu máli fyrir byggðaþróun og atvinnulíf, nægir heimamönnum ekki að líta þannig á að merkisstaðir og sérstaða séu fróðleikur sem gaman sé og gott að ferðamenn hafi áhuga á. Þá er sagt í ferðafræðunum að menn séu enn á „sælustiginu“, þeir finna fyrir eftirspurninni eftir fróðleiknum og áhuganum, en hafa enn ekkert gert í því að finna leiðir til að breyta honum í tekjur fyrir heimamennina og fylgja þeim leiðum eftir. Það er fyrst þegar hlutunum hefur verið fylgt eftir sem hægt er að tala um menningarferðaþjónustu.

Það verður að vinna heilmikla undirbúningsvinnu, heimildavinnu og margvíslegar rannsóknir áður en farið er í framkvæmdir. Það þarf að gera margvíslegar áætlanir og setja markmið og fagmenn þurfa að koma að framkvæmdunum til að árangur verði sem mestur. Loks þarf yfirleitt verulegt fjármagn til að hlutirnir gangi upp og sá árangur náist sem að er stefnt.

En ef menn brestur ekki úthaldið er líka hægt að breyta einni hugmynd á blaði í menningarstofnun eða verkefni sem flutt getur fjöll og látið steinana tala og syngja. Það hafa dæmin sannað.

* * *

Hér á Ströndum hefur slík stofnun orðið til á síðustu árum,

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli