Frétt

| 02.05.2001 | 10:51Sparisjóður Vestfirðinga!

Síðasti laugardagur, 28, apríl, var merkisdagur á Vestfjörðum og hlýtur að skipa sess í hugum okkar Vestfirðinga. Þá var á Núpi í Dýrafirði, hinu merka skólasetri til áratuga og stað merkisatburða í samvinnu Vestfirðinga, eins og stofnun Orkubús Vesfjarða er glöggt merki um, stofnaður nýr sparisjóður á gömlum og traustum grunni. Sparisjóður Vestfirðinga varð til við samruna Eyrasparisjóðs á Patreksfirði, Sparisjóðs Þingeyrarhrepps, Sparisjóðs Önundarfjarðar og Sparisjóðs Súðavíkur. Undirbúningur sýnist hafa verið vandaður og mikil vinna lögð í það að búa þannig um hnútana að þeir haldi til framtíðar. Í umróti og hraða nútímans sýnist fátt tryggt til lengri tíma, en sú óvissa veitir engum og síst þeim er bera ábyrgð rétt til þess að láta reka á reiðanum. Framtíðin kann að reynast með þeim hætti að verk þeirra sem nú lifa og taka ákvarðanir kunna að verða metin á allt öðrum kvarða en nú er lagður á menn og málefni. Það er framsýni forystumanna þeirra sparisjóða, sem lögðu sjálfa sig í raun niður, að hafa nú borið gæfu til að stilla saman strengina í þágu Vestfirðinga.

Mörgum kann að þykja kaldhæðni að Núpur skuli hafa orðið fæðingarstaður sparisjóðsins nýja vegna þess að þar varð hugmyndin til, sem leiddi til stofnunar Orkubús Vestfjarða. Og nú er svo komið að fulltrúar eigendanna, sveitarstjórnirnar, vilja selja það og fá peningana í hendur. Hvert þeir renna og að hvaða gagni þeir reynast íbúunum skal ósagt látið hér. Hæpið verður þó að telja að þeir renni til nýja sparisjóðsins til varðveislu og ávöxtunar að óbreyttum hugsunarhætti. Betra væri þó að svo yrði enda er tilviljunin slík að varaformaður stjórnar Sparisjóðs Vestfirðinga er einmitt helsti talsmaður þess að Orkubúið verði selt.

Allt of mikill barlómur hefur stundum heyrst frá Vestfirðingum á undanförnum árum og nægir að minna á réttmætar kvartanir í sumum tilvikum um afleiðingar kótakerfisns. En þar kemur einnig að því sem alltof sjaldan er sagt opinberlega, sem sé það, að þeir ágætu eignamenn sem losað hafa stórkostlega fjármuni með sölu á hlutum sínum í þjóðareigninni, fiskveiðikvótanum, hafa ekki nýtt það fé til framkvæmda og framfara heima á Vestfjörðum. Það er svo að peningar lifa gjarnan, ef svo má að orði kveða, sjálfstæðri tilveru. En þeir eru tæki eins og öll önnur mannanna verk. Tækjunum eiga menn að stjórna en ekki öfugt, þótt alltof oft verði raunin sú að maðurinn láti undan og leiðist með og láti þannig sínar eigin uppfinningar taka af sér ráðin.

Nú er orðið til nýtt tæki, stofnað af fúsum og frjálsum vilja heimamanna, þeirra sem eiga sparisjóðinn. Til hamingju með tækið, megi það eflast og dafna undir góðri stjórn. Það er undir Vestfirðingum sjálfum komið hvernig það mun nýtast, en héðan í frá hlýtur það að verða spurning um tíma hvenær Sparisjóður Bolungarvíkur rennur saman við Sparisjóð Vestfirðinga. Kröftunum má ekki dreifa.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli