Frétt

bb.is | 18.02.2004 | 09:33Telja sig hafa grafið niður á útveggi Eyrarbæjarins

Fornleifafræðingarnir James Taylor, Adolf Friðriksson og Freya Sadarangani við uppgröft á Eyrartúni í sumar.
Fornleifafræðingarnir James Taylor, Adolf Friðriksson og Freya Sadarangani við uppgröft á Eyrartúni í sumar.
Adolf Friðriksson, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, leiddi uppgröft í bæjarhólnum á Eyrartúni á Ísafirði í sumar og reyndust mannvistarleifar liggja rétt undir grasrótinni. Minjasvæðið nær yfir um 2000 fermetra skika og segir í skýrslu um uppgröftinn sem Adolf ritstýrði ásamt Andreu Harðardóttur starfsmanni stofnunarinnar á Ísafirði að litlu virðist hafa verið raskað frá því Eyrarbærinn var rifinn á ofanverðri 19. öld. Grafið var í bæjarhólinn á þremur stöðum og komu fornleifar í ljós í öllum skurðum. Í norðanverðum hólnum, þ.e. nær Eyrarskjóli, komu í ljós hleðsluleifar sem fornleifafræðingarnir telja allar líkur á að séu hluti af útveggjum bæjarhúsanna.
Í honum sunnanverðum, þ.e. nær minnismerki sjómanna, telja fræðimennirnir að fundin sé smiðja bæjarins á Eyri en inni í húsinu fundust „áberandi merki elds og járnvinnslu.“

Alls fundust 32 fundir, „einkum leirkersbrot, naglar og ýmis brot, sem staðfesta að minjarnar eru frá 19. öld.“ Í skýrslunni kemur fram að varðveisla byggingarleyfa sé góð og auk þess virðist varðveisluskilyrði í jarðveginum ágæt enda hafi m.a. fundist leifar af vefnaði. „Gefur það góðar vonir um að ástand minja sem liggja neðar í rústahólnum sé mjög gott.“

„Hafi Eyrarbærinn verði byggður á landnámsöld, og hafi hann ávallt staðið á sama stað, geyma þessir rústahólar óslitna byggðasögu frá upphafi. Ekki var grafið niður úr mannvistarlögum í skurðunum, til að hrófla sem minnst við minjunum á þessu stigi, en með hliðsjón af þeirri upphleðslu sem orðið hefur á staðnum, má ætla að hólarnir geymi um 1.7 m þykk lög af merkum minjum.“

Til þessa hafa fáar fornleifarannsóknir verið gerðar á Vestfjörðum og engar rannsóknir á bæjarhúsum frá miðöldum eða síðar, að sögn skýrsluhöfunda sem segja frekari rannsóknir á bæjarleyfum Eyrar vera kærkomið tækifæri til að bæta við þekkingu á menningarsögu landshlutans síðustu aldir. Skýrsluhöfundar telja að auki heppilegt, hafi menn í hyggju að nýta túnið framan við Safnahúsið, að kanna með prufugreftri hvort fleiri minjar leynist þar, þótt ekki sjáist móta fyrir þeim á yfirborði. „Þar gæti verðið um að ræða leifar útihúsa, eða jafnvel eldri kirkjustæði eða bæjarstæði.“

Fornleifafræðingarnir telja heppilegast ef ráðist verður í umfangsmiklar rannsóknir á bæjarhólnum að opna stórt uppgraftarsvæði, „rannsaka efstu minjarnar í áföngum og meta hvort mögulegt sé að varðveita þær og kynna almenningi eða hvort vert væri að halda rannsóknum áfram og rannsaka eldri mannvistarleifar einnig“, eins og segir í skýrslunni.

Ísafjarðarbær stóð að rannsókninni á Eyrarbænum í samstarfi við Fornleifastofnun, Byggðasafnið á Ísafirði og Hugvísindastofnun Háskóla Íslands.

kristinn@bb.is

Fornleifakönnun hafin á hinu forna bæjarstæði á Eyrartúni á Ísafirði

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli