Frétt

| 02.05.2001 | 08:56Sú atvinnugrein á Vestfjörðum sem á sér hvað mesta vaxtarmöguleika

Haukur Már Sigurðarson.
Haukur Már Sigurðarson.
„Ég hef orðið var við stórkostlega aukinn áhuga á ferðamálum í mínu heimahéraði. Hugmyndir kvikna nær mánaðarlega en draumurinn blundar oft á bak við luktar dyr fjármagnsskorts og vöntunar á þekkingu til að hrinda þeim í framkvæmd“, segir Haukur Már Sigurðarson, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð. „Á sama tíma hafa dugmiklir og hugumstórir einstaklingar hrint sínum áætlunum í framkvæmd af eigin rammleik, hafa látið bjartsýnina og dugnaðinn leiða sig áfram fremur en hagnaðarvonina. Það eru þessir frumkvöðlar sem ryðja veg ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Þá verður að aðstoða af öllum mætti“, segir Haukur Már.
Á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Hólmavík um síðustu helgi var Haukur Már meðal frummælenda, þegar eftirfarandi spurningar voru til umræðu: Er ferðaþjónusta framtíð Vestfjarða? Hvert er mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum?

Haukur Már Sigurðarson var einn þeirra, sem lengstan veg þurftu að fara til þess að komast á aðalfundinn á Hólmavík. Eins og áður hefur verið getið hér á fréttavef Bæjarins besta voru öllu færri forsvarsmenn vestfirskra sveitarfélaga á þessum fundi en venja hefur verið á fyrri fundum. Einkum var athyglisvert að sjá þar alls engan frá neinu af sveitarfélögunum sex í Strandasýslu, þar sem fundurinn var haldinn.

Framsöguerindi Hauks Más Sigurðarsonar á aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða fer hér á eftir í heild:

Inntak þess sem hér á eftir verður sagt er lagt út frá þessum tveimur meginspurningum, sem Ferðamálasamtök Vestfjarða kusu að ganga út frá í umræðum undir þessum dagskrárlið. Ég geri mér fulla grein fyrir að alhæfð svör við þessum spurningum verða ekki lögð fram á þessum fundi, til þess er of stórt spurt. Ég hef kosið að nálgast málið út frá tveimur sjónarhornum og þá í öfugri röð við þær spurningar sem lagðar eru fram.

Eðli málsins samkvæmt fer mikilvægi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum að sjálfsögðu eftir þróun hennar og hversu stór þáttur hún verður í atvinnulífi fjórðungsins á komandi árum. Þess vegna er rétt að byrja á því að velta fyrir sér hvort ferðaþjónustan sé framtíð Vestfjarða.

Þeirri spurningu svara ég bæði neitandi og játandi.

Ef í spurningunni liggur hvort ferðaþjónusta verði svo snar þáttur í atvinnulífi Vestfirðinga á næstu áratugum, að hún verði veigameiri en þær frumatvinnugreinar sem eru stundaðar hér í dag, þá tel ég að svo verði ekki. Ég tel að Vestfirðingar muni um ókomna tíð byggja meginafkomu sína á sjávarútvegi og fiskvinnslu og jafnvel þeim möguleikum sem felast í fiskirækt.

Felist hins vegar í spurningunni hvort ferðaþjónusta framtíðarinnar á Vestfjörðum sé sú atvinnugrein sem eigi sér hvað mesta vaxtarmöguleika á komandi áratugum, þá er svar mitt hiklaust já. En til þess að svo megi verða þarf fernt að koma til.

Í fyrsta lagi: Sveitarfélögin þurfa að standa að umhverfis- og skipulagsmálum með þeim hætti að þau séu væn ferðamannaiðnaði. Þau þurfa að vera þátttakendur í öflugri kynningu á svæðinu og reyna eftir mætti að ýta undir frumkvöðlastarf með því að þrýsta á að fjármunir fáist til að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd. Ég sé ekki fyrir mér að sveitarfélögin verði verulegir peningalegir bakhjarlar í uppbyggingu ferðamannaþjónustunnar.

Í öðru lagi þurfa þau atvinnufyrirtæki sem fyrir eru í fjórðungnum að eflast verulega og skila nægjanlegum arði til þess að geta fært fjármuni út úr þeim greinum sem þau eru í til fjárfestinga í ferðamannaiðnaðinum.

Í þriðja lagi þurfa opinberir aðilar að leggja til þolinmótt fjármagn og fylgja því fjármagni eftir þangað til rekstrargrundvöllur er tryggður og fjármagnið getur hefur skilað sér til baka.

Í fjórða lagi þarf að koma til áhugi fjárfesta utan fjórðungsins og tel ég að þeir fjárfestar þurfi að hafa yfir verulegu fjármagni að ráða og sjá í því hag og arðsemi að leggja fjármuni í fjárfestingar hér.

Mitt mat er, að hlutirnir þurfi að gerast því sem næst í þeirri röð sem ég taldi hér, þ.e. að sveitarfélögin þurfa að taka til í sínum ranni skipulags- og umhverfismála, fyrirtæki og einstaklingar á heimaslóð þurfa að eflast, og um leið og þau hafa fjárhagslega getu þurfa þau að styðja við ferðamannaþjónustuna og líta til hennar sem framtíðarfjárfestingarmöguleika. Opinberir aðilar verða að leggja miklu meiri fjármuni til uppbyggingar á svæðinu, auka þarf opinbera styrki til ferðamannaþjónustunnar og lengja lánstíma.

Það er grundvallaratriði að opinberir aðilar setji þolinmótt fjármagn í uppbygginguna. Slíkar lánveitingar mega þó hvorki vera tilvil

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli