Frétt

| 01.05.2001 | 17:48Mjúk og blaut

Þorbjörn Jagland, formaður Verkamannaflokksins í Noregi, fékk rjómatertu í andlitið í dag þegar hann var að leggja af stað í kröfugöngu. Þorbjörn flutti aðalræðuna við hátíðahöld 1. maí í Osló. Sú tilhögun að henda rjómatertum framan í stjórnmálamenn hefur nú breiðst til Norðurlanda og hafa nokkur tilvik orðið á síðustu vikum. Þessi siður hefur viðgengist víða um lönd um nokkurra ára skeið. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, gagnrýnir þetta mótmælaform harðlega og segir að þetta sé „ekkert annað en ofbeldi“.
Tertukastið framan í Þorbjörn Jagland í dag er sagt hafa verið framið í mótmælaskyni við hægrisveiflu í norskum stjórnmálum, sem Verkamannaflokkurinn eigi sök á. Össur Skarphéðinsson, kollega Þorbjarnar á Íslandi, slapp við að fá rjómatertu í andlitið við sömu aðstæður á Ísafirði í dag. Össur gekk í broddi fylkingar í kröfugöngu niður á Silfurtorg, þar sem hann flutti aðalræðu dagsins, rétt hjá Gamla bakaríinu þar sem heimsins bestu rjómatertur fást. Hins vegar fékk hann rjómatertu „alla leið niður í maga“, eins og hann orðaði það sjálfur, með kaffinu á Hótel Ísafirði á eftir.

Í eina tíð var vinsælt að skjóta stjórnmálamenn. Rjómatertur virðast að nokkru komnar í staðinn fyrir byssukúlur. Viðbrögð Görans Perssons í Svíþjóð við þessari breytingu vekja nokkra furðu, ekki síst í ljósi örlaga eins af forverum hans í embætti, Olofs Palmes. Rjómatertur eru „mjúka leiðin“ (eða öllu heldur mjúka og blauta leiðin) þegar einhverjir telja sig á annað borð þurfa að ráðast á stjórnmálamenn. Varla er til mýkri leið, a.m.k. ef terturnar koma ekki beint úr frystinum. Rjómatertur eru góðar, ekki aðeins til átu. Hugsið ykkur að fá t.d. beinharðan rúgbrauðshleif eða svínslæri fljúgandi í andlitið en ekki mjúka og blauta rjómatertu. Eða egg eins og stundum eru notuð. Varla má á milli sjá hvort það er verra að fá eggin í hausinn harðsoðin eða hrá. Það er vont að fá í sig harðsoðið egg en verra fyrir sálina og sjálfsvirðinguna að fá í sig hrátt egg. Mætti kannski mæla með spældum eggjum?

Niðurstöður:

Rjómatertur eru góðar, ekki aðeins til átu. Kosturinn við að fá rjómatertu í andlitið en ekki „alla leið niður í maga“ er sá, að hún er þá ekki fitandi (góður kostur fyrir t.d. Davíð og Össur). Mælt er með byltingarrauðum jarðarberjum til skreytingar á rjómatertum sem notaðar eru 1. maí. Rjómaterta er mjúk og blaut og góð og freistandi. Byssukúla er hörð og þurr og vond og ógnvekjandi. Byssukúlur eru að vísu ekki fitandi en rjómatertur eru það ekki heldur ef þær eru notaðar útvortis.

Rjómatertur eru góðar.

bb.is | 26.09.16 | 07:34 Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með frétt Flateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli