Frétt

mbl..is | 13.02.2004 | 16:44Segir auglýsingu Skjás eins hafa brotið í bága við lög og reglur RÚV

Þorsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður markaðssviðs Ríkisútvarpsins, segir í yfirlýsingu að ákvörðun um að hafna auglýsingu frá Skjá einum hafi byggst á því mati að í auglýsingunni fælist brot á reglum Ríkisútvarpsins um auglýsingar og samsvarandi ákvæðum í samkeppnislögum. Þessi ákvörðun hafi verið tekin að höfðu samráði við lögfræðing Ríkisútvarpsins og byggð á faglegu mati og sé alls ekkert einsdæmi. Ríkisútvarpið neyðist öðru hverju til að hafna birtingu auglýsinga ef þær samrýmast ekki gildandi lögum í landinu og þar skipti engu hver á í hlut.
Yfirlýsing Þorsteins er eftirfarandi:

„Fyrir nokkru hafnaði undirritaður, fyrir hönd Ríkisútvarpsins, birtingu auglýsingar frá Skjá einum með textanum: „Greiðendur afnotagjalda athugið - Skjár einn alltaf ókeypis“. Ákvörðunin byggðist á því mati að í auglýsingunni fælist brot á reglum Ríkisútvarpsins frá árinu 1983 um auglýsingar. Þær reglur hafa skýra lagastoð. Reglum þessum til stuðnings hefur einnig verið bent á samsvarandi ákvæði í samkeppnislögum. Ákvörðunin um að hafna auglýsingunni var tekin að höfðu samráði við lögfræðing Ríkisútvarpsins.

Áður en lengra er haldið skal áréttað að ákvörðunin er byggð á faglegu mati og alls ekkert einsdæmi. Ríkisútvarpið neyðist öðru hverju til að hafna birtingu auglýsinga ef þær samrýmast ekki gildandi lögum í landinu. Þar skiptir engu hver á í hlut.

Ákvörðunin var studd eftirfarandi rökum:


1. Auglýsing Skjás eins felur í sér tileinkun á alþekktu ávarpi Ríkisútvarpsins sjálfs til afnotagjaldsgreiðenda. Þetta ávarp hefur eingöngu verið notað af RÚV um langt skeið.
2. Ríkisútvarpið hefur boðið Skjá einum að birta auglýsinguna „Skjár einn alltaf ókeypis.“ breytta þannig að ávarpið falli brott. Forsvarsmenn Skjás eins hafa sýnt þeirri tillögu tómlæti. Auglýsingin með þessum breytingum segir í raun allt sem talsmenn Skjás eins segjast vilja koma á framfæri. Því má færa rök fyrir því að forskeytið „Greiðendur afnotagjalda athugið“ sé villandi og notað í öðrum tilgangi en látið er í veðri vaka.

3. Afnotagjaldsgreiðendur eru viðskiptavinir RÚV, eins og kemur fram í lögum um Ríkisútvarpið frá árinu 2000. Þar er ekki minnst einu orði á rétt annarra til afnotagjalda. Forsvarsmenn Skjás eins kynnu að rökstyðja löngun sína til að ávarpa afnotagjaldsgreiðendur með eftirfarandi hætti: Til að geta verið með sjónvarpstæki og horfa á Skjá einn, þurfa allir að greiða afnotagjöld. Mótrök RÚV eru þau að engin viðskipti fara fram á milli greiðenda afnotagjalda og Skjás eins. Viðskiptavinir Skjás eins eru fyrst og fremst auglýsendur, enda er stöðin eingöngu fjármögnuð með auglýsingafé.

4. Ríkisútvarpið hefur alltaf farið sparlega með það að ávarpa greiðendur afnotagjalda þar sem 92% þeirra greiða gjöldin skilvíslega. Með því að ofnota ávarpið er skilvísum afnotagjaldsgreiðendum valdið ónæði. Það brýtur gegn hagsmunum Ríkisútvarpsins ef önnur fyrirtæki tileinka sér fyrrgreint ávarp eins og Skjár einn vildi gera í þessu tilfelli.

5. Auglýsing Skjás eins felur í sér villandi samanburð sem samkeppnislög banna (20. gr. a, liður a). Færa má rök fyrir því að með auglýsingunni sé verið að leggja Sjónvarpið og Skjá einn að jöfnu – þar sé verið að segja að fólk greiði afnotagjöld til Sjónvarpsins en fái Skjá einn ókeypis. Þetta er tæplega samanburðarhæft þar sem afnotagjaldinu er varið til rekstrar fleiri miðla en eingöngu Sjónvarpsins. Þar má meðal annars nefna Rás 1, Rás 2, fjórar svæðisstöðvar, auk Textavarps og fjármögnunar Sinfóníuhljómsveitar Íslands að hluta.

6. Enn fremur er vísað til liðar e í 20. gr. a samkeppnislaga þar sem meðal annars stendur: ,,?að ekki sé kastað rýrð á vörumerki, vöruheiti, önnur auðkenni, vöru, þjónustu, starfsemi eða aðstæður keppinautar, eða þeim sýnd lítilsvirðing?. Augljóst er að samanburðurinn afnotagjöld og Skjár einn ókeypis er gerður til að kasta rýrð á aðstæður RÚV.

7. Í 21. gr. samkeppnislaga stendur meðal annars: ,,...Auglýsingar og aðrar viðskiptaaðferðir skulu ekki vera ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum vegna forms þeirra eða sökum þess að skírskotað er til óviðkomandi mála?. Ekki verður séð að afnotagjöldin sem slík séu viðkomandi Skjá einum.


Eins og sjá má að ofangreindu telur undirritaður Ríkisútvarpið hafi haft margar gildar ástæður til að hafna birtingu auglýsingar Skjás eins. Jafnframt hefur verið farið að leikreglum í þessu máli. Útvarpsstjóra og útvarpsráði hefur verið kynnt staða málsins, sem væntanlega mun fá sína lokaafgreiðs

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli