Frétt

mbl.is | 13.02.2004 | 15:34Umönnun barna og heimilisstörf að mestu í höndum kvenna

Umönnun barna og heimilisstörf eru að miklu leyti í höndum kvenna, jafnvel þótt flestir telji að feður eigi ekki síður en mæður að sjá um uppeldi barna sinna. Þó halda margir karlar og eldra fólk að mæður séu hæfari en feður til að annast uppeldi barna. Þetta kemur m.a. fram í viðhorfskönnun um viðhorf Íslendinga til jafnréttismála, sem gerð var að undirlagi nefndar um efnahagsleg völd kvenna.
71% kvenna sem tóku þátt í viðhorfskönnuninni hafði ekki sóst eftir aukinni ábyrgð og 63% kvenna hafði ekki sóst eftir launahækkun. Sama gildir um karla því 71% karla hafði heldur ekki sóst eftir aukinni ábyrgð og 64% karla hafði ekki sóst eftir launahækkun. Helst eru það konur með hærri laun en 250 þúsund á mánuði sem eru líklegar til að hafa sóst eftir meiri ábyrgð og hærri launum. En karlar með sambærileg laun eru ólíklegri en karlar með lægri laun til að hafa beðið um launahækkun og aukna ábyrgð.

Samkvæmt viðhorfskönnuninni telja langflestir að það sé jákvætt að konum fjölgi í stjórnunarstörfum. Könnun á meðal stjórnenda leiðir í ljós að konur þykja almennt góðir stjórnendur.

Þá sýnir könnunin, að ákvarðanir um fjárfestingar heimilisins eru í flestum tilvikum teknar sameiginlega af sambýlisfólki. Ef börn yngri en 18 ára eru í heimili er langalgengast að sambúðarfólk hafi sameiginlegan bankareikning, að öllu eða einhverju leyti, eða 77%.

54,9% svarenda töldu sig að öllu leyti fjárhagslega sjálfstæða og 36,4% t-tölud sig að mestu leyti fjárhagslega sjálfstæða. 6% karla og 11% kvenna telur sig að litlu eða engu leyti fjárhagslega sjálfstæð. En 28% þeirra sem eru heimavinnandi, öryrkjar og atvinnulausir telja sig vera að litlu eða engu leyti fjárhagslega sjálfstæð.

Í nefndinni sátu Stefanía Óskarsdóttir, formaður, Tryggvi Þór Herbertsson og Unnur Dís Skaptadóttir.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli