Frétt

bb.is | 13.02.2004 | 15:14Starfsstöðvar Vegagerðarinnar verða efldar en ekki veiktar

Starfsstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Starfsstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði.
„Á vegum samgönguráðuneytisins er og verður unnið að því að efla starfsstöðvar Vegagerðarinnar út um landið. Ekki síst á Ísafirði. Skipulagsbreytingarnar eru liður í því og munu frekari ákvarðanir verða kynntar áður en langt um líður“, segir Sturla Böðvarsson, í pistli á heimasíðu sinni, sturla.is, um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar á Vegagerðinni. Í grein sinni segir Sturla m.a.: „Dæmalaus umræða hefur farið fram í vikublaðinu og vefritinu BB á Ísafirði um skipulagsbreytingar hjá Vegagerðinni. Lengst hefur gengið Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, eins og oft áður, og einnig leiðarahöfundur BB, sem talar um að „enn ein atlagan hafi verið gerð að Ísafirði“.
Þá rauk Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, í blöðin til að lýsa undrun sinni á því að samgönguráðherra skuli ekki hafa leitað umsagnar hans um skipulagsbreytingar.

Minna mátti það ekki nú ekki vera. Kristinn H. Gunnarsson heldur því fram að verið sé að „gengisfella Ísafjörð“ með skipulagsbreytingum sem gerðar eru m.a. vegna breyttrar kjördæmaskipunar. Hann bætti um betur og lagði land undir fót til vegamálastjóra til þess að ræða málið, sem varaformaður samgöngunefndar, ef marka má frétt BB.“

Þá segir samgönguráðherra einnig í grein sinni:„ Staðreyndin er sú að þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson hefur ekkert með þetta að gera. Og ég geri ekki ráð fyrir því að nokkrum öðrum þingmanni komi til hugar að til hans verði leitað með þá sérfræðivinnu sem felst í því að breyta innra skipulagi ríkisstofnunar. Til þess voru fengnir þrautreyndir stjórnendur, sem unnu með yfirstjórn Vegagerðarinnar að því að gera breytingar til hagsbóta fyrir starfsemi Vegagerðarinnar og þá einkum í starfsstöðvum úti á landi þar sem fjölga skal starfsmönnum samfara auknum verkefnum, en ekki fækka líkt og látið er í veðri vaka“, sagði Sturla sem er væntanlegur vestur í næstu viku til að ræða við starfsmenn Vegagerðarinnar á Ísafirði og forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar.

Pistil Sturlu má lesa í heild sinni á heimasíðu hans, sturla.is. Þá má finna hlekki í eldri fréttir um málið hér að neðan.

hj@bb.is

Sjá einnig:

Sturla Böðvarsson – Starfsstöðvar Vegagerðarinnar verða efldar en ekki veiktar

bb.is 26.01.2004
Yfirstjórn Vegagerðarinnar á Vestfjörðum færð í Borgarnes

bb.is 27.01.2004
Gagnrýnir vinnubrögð ráðherra vegna nýs skipurits Vegagerðarinnar

bb.is 27.01.2004
Skipurit Vegagerðarinnar: „Aðför að landsbyggðinni“

bb.is 06.02.2004
Samgöngunefndarmenn ræða breytt skipurit við Vegamálastjóra

bb.is 06.02.2004
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar boði til fundar um samdrátt í ríkisrekstri

bb.is 11.02.2004
Ekkert að gerast í uppbyggingu byggðakjarna á landsbyggðinni?

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli