Frétt

| 30.04.2001 | 22:40Menning í sinni víðustu mynd er allt það sem mennirnir taka sér fyrir hendur

Verbúðin í Ósvör í Bolungarvík – sauðkind stendur á mæni og hugar að skipakomum.
Verbúðin í Ósvör í Bolungarvík – sauðkind stendur á mæni og hugar að skipakomum.
Er til eitthvað sem heitir sérstaða okkar? Oft virðist þetta frekar vera spurning um að gera að sinni sérstöðu eitthvað sem er sameiginlegt fyrir alla. Þar má til dæmis nefna Vesturfarasetrið á Hofsósi. Fólk af öllu landinu leitaði til Nýja heimsins, en þeim á Hofsósi hefur tekist að eigna sér þennan þátt í sögunni og á vissan hátt að gera hann að sinni sérstöðu. Húsavík er að verða hvalahöfuðborg Íslands. Þar er safn um hvali og hvalveiðar, þótt Húsvíkingar hafi á engan hátt verið meiri hvalveiðimenn en Vestfirðingar og Austfirðingar.
Eins hefur vinum okkar hér á Ströndum tekist að gera galdrafárið að sinni sérstöðu, þótt galdur hafi vissulega verið stundaður víðar. Það má tína til mörg fleiri dæmi, til dæmis tækniminjasafn að Skógum undir Eyjafjöllum og flugminjasafn á Hnjóti.

Ofanritað er brot úr erindi, sem Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða á Ísafirði, flutti á málþingi á Café Riis á Hólmavík á föstudagskvöld. Málþingið var fyrsti liðurinn í aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða og bar yfirskriftina Er menningararfurinn aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Vestfjörðum? Ræktum við sérstöðu okkar?

Á málþingið komu frá Byggðasafni Vestfjarða þeir Jón Sigurpálsson og Heimir G. Hansson.

Í inngangsorðum sagði Jón, að erindið væri „soðið upp úr vangaveltum okkar starfsmanna Byggðasafns Vestfjarða“ og kvaðst vilja kasta því fram og fullyrða, „að ferðamennska og menning séu bundnar órjúfanlegum böndum og svo hafi verið alla tíð“.

Jón Sigurpálsson hélt áfram:

Máli mínu til stuðnings vil ég byrja á að vitna í hina gagnmerku og ágætu bók Sumarliða Ísleifssonar, Ísland framandi land. Í henni kemur fram að fyrst sé farið að tala um ferðamenn og túrisma, í okkar skilningi, snemma á 19. öld. Mikill meirihluti þeirra sem sóttu Ísland heim á síðari hluta 19. aldar voru almennir ferðamenn. Drjúgur hluti þeirra var fólk með áhuga á menningu og sögu landsins. Þetta fólk hafði það líka sér til ágætis að það dvaldist lengur á landinu en aðrir gestir – svo sem vísindamenn, kaupahéðnar og fleiri – og fór víðar, einkum á sögustaði sunnan-, norðan- og vestanlands.

Þessi áhugi á menningu Íslendinga á sér rætur í rómantísku stefnunni sem var að ryðja sér til rúms um þetta leyti. Í Evrópu jókst mjög áhugi á fornum menntum og menningararfi á Íslandi og mikið var sagt frá afrekum landsmanna á þessu sviði. Voru Íslendingar sagðir hafa bjargað norrænum og germönskum menningararfi sínum á liðnum öldum. Einnig var álitið að ýmsir fornir hættir forfeðra Mið- og Norður-Evrópubúa hefðu varðveist óbreyttir á Íslandi, svo sem tungumál, klæðnaður, híbýlahættir og fleira. Vegna þessa tóku sífellt fleiri „sögupílagrímar“ að leita til sögueyjunnar. Þangað fóru menn til þess að leita upprunans, enda álitið að forn norræn og germönsk menning hefði varðveist þar með eindæmum vel. En einkum lögðu menn land undir fót vegna „merkustu miðaldabókmennta Evrópu“, Íslendingasagnanna.

En hvernig hugsuðu Íslendingar sjálfir um eigin sérstöðu? Í ferðabók Eggerts og Bjarna, sem kom út um það leyti sem rómantíkin var að ýta upplýsingastefnunni til hiðar, koma fram áhyggjur þeirra af því sem útlendingar fá að sjá í hinu daglega lífi fólks. Álitu þeir það vera ógæfu Íslendinga, að erlendir ferðalangar og heimildamenn rithöfunda hefðu fyrst og fremst þekkt til í verstöðvum við sjávarsíðuna þar sem umgengni, híbýli og mataræði væru með versta móti og ekki dæmigerð fyrir landið, auk þess sem þar byggju ekki dæmigerðir Íslendingar heldur fólk sem spillst hefði af samgangi við útlendinga. Einkum töldu höfundar brögð að þessu í kaupstöðum sunnanlands þar sem íbúar væru „taldir mest úrkynjaðir og dugminnstir“.

Fróðlegt er einnig að skoða hvernig hinn erlendi gestur upplifði heimsókn sína til Íslands. C. W. Shepherd kom til Ísafjarðar árið 1862 og lýsir komu sinni til bæjarins með eftirfarandi orðum:

Brátt fundum við gistihúsið. Yfir dyrunum var málað skip í sjávarháska. Yfir því gnæfði klettur og á honum stóð viti. Undir skipinu var nafnið „Wedholm“ með stóru letri. Við lögðum þetta svo út, að veitingahúsið héti Skipið og eigandinn Wedholm. Við gægðumst inn um gluggann og sáum þar borð með svartri flösku, sykurkeri, ölglösum og vatnskatli, sýnilega veisluleifar. Þetta var hressandi sjón og við börðum harkalega að dyrum. Syfjulegur maður í náttklæðum með úfið hár svaraði okkur. Ólafur (leiðsögumaður) sagði honum hverjir við værum og hvers við þörfnuðu

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli