Frétt

| 30.04.2001 | 10:13„Móta þarf kraftmikla markaðsáætlun“

Frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða um helgina.
Frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða um helgina.
„Að mínu mati er mikil gróska og þróun framundan í ferðaþjónustu í fjórðungnum, bæði hvað varðar uppbyggingu þjónustu og markaðssetningu svæðisins. Þetta fannst mér koma skýrt fram á fundinum og það er afar mikilvægt að Ferðamálasamtök Vestfjarða séu leiðandi afl í þessum málum. Það var kraftur í umræðunum og hún þarf að skila sér út í starfið á næsta starfsári“, segir Jón Jónsson þjóðfræðingur á Kirkjubóli í Steingrímsfirði, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Aðalfundur samtakanna var haldinn á Hólmavík um helgina.
„Á næsta ári þarf að leggja sérstaka áherslu á að huga að innviðum Ferðamálasamtakanna, upplýsingamiðlun til félaganna, tekjuleiðum, lögum og starfseminni almennt. Til að mynda er hugmyndin að koma upp vefsíðu með kynningu á samtökunum og eins þarf að koma á laggirnar umræðuvettvangi samtakanna á netinu um ýmis mál tengd ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Móta þarf kraftmikla markaðsáætlun fyrir Vestfirði til nokkurra ára í samvinnu við ferðamálafulltrúa Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélagið og Fjórðungssambandið. Samstarf þessara aðila og Ferðamálasamtakanna þarf að efla. Þá þykir mér einnig brýnt að leggja áherslu á námskeiðahald og möguleika ferðaþjónustufólks á endurmenntun“, segir hinn nýkjörni formaður.

Aðalfundurinn hófst á föstudagskvöld með málþingi undir yfirskriftinni Er menningararfurinn aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Vestfjörðum? Ræktum við sérstöðu okkar? Meðal þeirra sem leituðust við að svara þessum spurningum voru starfsmenn á Byggðasafninu á Hnjóti, Byggðasafni Vestfjarða á Ísafirði og Galdrasýningunni á Ströndum. Málþingheimur skoðaði síðan Galdrasýninguna og haldin var kvöldvaka.

Mestum hluta fundartímans á laugardag var varið til erindaflutnings og umræðna. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, Haukur Már Sigurðarson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, ræddu þar m.a. gildi ferðaþjónustu fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, og Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, fjölluðu um störf ferðamálafulltrúa, Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir hjá Vesturferðum kynnti stefnumótun í ferðaþjónustu á Vestfjörðum og næstu skref en Dagný Sveinbjörnsdóttir atvinnuráðgjafi kynnti niðurstöður könnunar meðal ferðamanna á Vestfjörðum á síðasta sumri.

Í fyrsta sinn í sögu Ferðamálasamtaka Vestfjarða þurfti að kjósa um fólk í stjórn. Einungis tvö úr fráfarandi stjórn sitja þar áfram, þau Áslaug S. Alfreðsdóttir á Ísafirði og Magnús Magnússon á Hólmavík. Aðrir í fráfarandi stjórn gáfu ekki kost á sér. Jón Jónsson þjóðfræðingur var kjörinn formaður stjórnar en auk framantalinna sitja nú í stjórninni Jóhann Ásmundsson á Hnjóti, Ragnheiður Hákonardóttir á Ísafirði, Soffía Haraldsdóttir í Flókalundi og Soffía Vagnsdóttir í Bolungarvík. Í varastjórn eiga sæti Páll Stefánsson á Kirkjubóli í Korpudal og Þórður Halldórsson á Laugalandi við Ísafjarðardjúp.

Hjá fundarfólki kom fram mikill hugur að takast á við þau óteljandi verkefni sem fyrir liggja í vestfirskri ferðaþjónustu. Fundurinn var að öðru leyti áþekkur fyrri aðalfundum, nema hvað heldur færri sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum sáu ástæðu til þess að sitja hann en áður hefur verið. Í samtali við blaðið kvaðst Áslaug S. Alfreðsdóttir hótelstjóri vilja taka sérstaklega undir þau ummæli Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða, sem hún viðhafði á aðalfundinum, að forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar sýndu ferðamálum mikinn áhuga og skilning og sinntu þeim af dugnaði.

Sjá einnig:

BB 03.05.2001
Sagan og menningin sem söluvarningur

BB 02.05.2001
Ísafjarðarbær treystir á ferðaþjónustu sem einn mikilvægasta þáttinn ...

BB 02.05.2001
Sú atvinnugrein á Vestfjörðum sem á sér hvað mesta vaxtarmöguleika

BB 30.04.2001
Málþing um menningartengda ferðaþjónustu

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli