Frétt

| 29.04.2001 | 19:05Sparisjóður Vestfirðinga stofnaður

Höfuðstöðvar Sparisjóðs Vestfirðinga
Höfuðstöðvar Sparisjóðs Vestfirðinga
Stofnfundur Sparisjóðs Vestfirðinga var haldinn að Núpi í Dýrafirði í gær, laugardag. Að sjóðnum standa fjórir sparisjóðir á Vestfjörðum, Eyrasparisjóður, Sparisjóður Súðavíkur, Sparisjóður Önundarfjarðar og Sparisjóður Þingeyrarhrepps en síðustu aðalfundir stofnfjáraðila framangreindra sjóða voru einnig haldnir í gær og á föstudag. Sparisjóðsstjóri hins nýja sparisjóðs er Angantýr Valur Jónasson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þingeyrarhrepps. Höfuðstöðvar Sparisjóðs Vestfirðinga verða á Þingeyri en afgreiðslur hans verða átta talsins.
Sparisjóðirnir fjórir eiga sér mis langa sögu, en þeirra elstur er Sparisjóður Þingeyrarhrepps, hann var stofnaður 11. júlí 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur – Ísafjarðarsýslu. Sparisjóður Önundarfjarðar var stofnaður þann 9. ágúst 1918, Eyrasparisjóður var stofnaður þann 28. mars 1929 og Sparisjóður Súðavíkur sem var stofnaður þann 11. apríl árið 1972. Áður en til þessarar sameiningar kom, hafði Sparisjóður Mýrahrepps sameinast Sparisjóði Þingeyrarhrepps fyrir nokkrum árum og þar áður Sparisjóður Rauðasandshrepps sem sameinaður var Eyrasparisjóði á sínum tíma. Sparisjóður Vestfirðinga á sér því djúpar rætur í langri og farsælli sögu sparisjóða á Vestfjörðum.

Átta afgreiðslustaðir

Sparisjóður Vestfirðinga verður með fjórar afgreiðslur á suðursvæði Vestfjarða, í Króksfjarðarnesi, á Patreksfirði, á Tálknafirði og á Bíldudal og verða þær afgreiðslur með bankanúmerið 1118, eins og þær hafa í dag. Hilmar Jónsson verður útbússtjóri og yfirmaður þessara afgreiðslna. Fjórar afgreiðslur verða á norðursvæði Vestfjarða, í Súðavík, á Ísafirði, á Flateyri og á Þingeyri, þar sem höfuðstöðvar SPVF verða staðsettar. Bankanúmerið á norðursvæðinu verður 1128 en það er sama númer og Sparisjóður Þingeyrarhrepps var með fyrir sameiningu. Angantýr Valur Jónasson verður sparisjóðsstjóri SPVF með aðsetur í höfðustöðvum sjóðsins sá Þingeyri, Eiríkur Finnur Greipsson verður aðstoðarsparisjóðsstjóri með aðsetur á Flateyri og á Ísafirði og Steinn Ingi Kjartansson verður skrifstofustjóri og yfirmaður afgreiðslunnar í Súðavík, ef farið verður að tillögum undirbúningsstjórnar að sameiningu sjóðanna.

Á stofnfundinum var kjörin fyrsta stjórn sjóðsins. Að hálfu stofnfjáreigenda voru kjörnir í stjórn þeir Bjarni Einarsson, Gísli Þór Þorgeirsson og Guðmundur Steinar Björgmundsson. Varamenn þeirra eru þau Björgvin Sigurjónsson, Hildur Halldórsdóttir og Þórir Örn Guðmundsson.

1,5 milj. króna til leikskóla

Á stofnfundinum var einróma samþykkt tillaga undirbúningsstjórnar um að gefa öllum starfandi leikskólum sveitarfélaganna, þar sem afgreiðslur hins nýja sameinaða sparisjóðs eru starfræktar, peningagjöf til tölvukaupa eða annarrar uppbyggingar skólanna. Samþykkt var að verja kr. 1.500.000,00 til þessa verkefnis. Er það einlæg von stofnfjáreigenda sjóðsins að þessi gjöf verði til að efla og styrkja enn frekar mikilvægt uppeldis- og fræðsluhlutverk leikskólanna. Ekki eru áformaðar uppsagnir vegna sameiningarinnar, en þegar hafa verið lögð drög að skiptingu verkefna á milli einstakra afgreiðslustaða.

Samkeyrslur á tölvutengdum göngum

Reiknistofa bankanna mun framkvæma samkeyrslur á tölvutengdum gögnum sparisjóðanna að kvöldi 4. maí n.k. Við samkeyrsluna munu viðskiptamenn Sparisjóðs Súðavíkur og Sparisjóðs Önundarfjarðar fá ný reikningsnúmer og þá breytist einnig bankanúmer þessara tveggja sjóða og verður það 1128, eins og áður sagði. Sérstök tilkynning hefur verið póstlögð til viðskiptavina sjóðanna til að skýra breytinguna. Viðskiptavinir þessar tveggja sjóða þurfa ekki að hafa áhyggjur af notkun ávísanahefta, debetkorta né kreditkorta og geta því notað þessi greiðslumiðla eins og ekkert hafi í skorist. Ný kort verða gefin út þegar gildistími núverandi korta rennur út, en núverandi kort halda sem sagt gildi sínu til þess tíma sem þau voru dagsett. Launagreiðendum verða sendar tilkynningar um breytingar sem gerðar verða á launareikningum viðskiptavina sjóðanna, einnig lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun ríkisins.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli