Frétt

| 27.04.2001 | 21:39Sjómenn andvígir brottkasti

Í könnun um brottkast sem Gallup gerði meðal sjómanna kemur fram, að ríflega 60% aðspurðra telja brottkast nytjafisks siðferðislega rangt í öllum tilfellum. Þá kom fram að einn af hverjum fimm sjómönnum hafði orðið var við brottkast í síðustu veiðiferð. Mest er um brottkast á þorski. Tæplega 40 af hverjum 100 svöruðu því til, að brottkast væri réttlætanlegt í sumum eða jafnvel öllum tilfellum. Einnig var spurt hvort sjómenn mætu það svo, að brottkast hefði aukist, minnkað eða staðið í stað á undanförnum árum. 36% þeirra sem svöruðu töldu brottkast hafa aukist, en 64% vildu meina að brottkast hefði staðið í stað eða jafnvel minnkað undanfarið. Visir.is greindi frá.
Í könnuninni var spurt, hvort sjómennirnir hefðu orðið varir við brottkast í síðustu veiðiferð, og svaraði fimmtungur aðspurðra þeirri spurningu játandi. Að sögn fulltrúa Gallup á blaðamannafundi sjávarútvegsráðherra í dag, var brottkast ekki skilgreint frekar nema sérstaklega væri beðið um skilgreiningu á því hugtaki. Sagði hún spyrjendur þá hafa vísað í skilgreiningu á brottkasti, sem gengi út á að verið væri að henda nýtanlegum afla fyrir borð.

Þeir sem urðu varir við brottkast á skipi sínu í síðustu veiðiferð voru jafnframt spurðir hvort þar hefði verið um meira, minna eða jafnmikið brottkast að ræða en í fyrri ferðum. Aðeins 12% þeirra sögðu að um meira brottkast hefði verið að ræða, en aðrir að það hefði verið svipað og venjulega eða minna.

Aðeins tveir af hverjum hundrað töldu brottkast vera stundað í meiri mæli á sínu skipi en gengur og gerist, 31 af hundraði telur umfang brottkasts á sínu skipi vera svipað og á öðrum skipum, en tæplega 68% þeirra sem þátt tóku í könnuninni telja meira um brottkast á öðrum skipum en þeirra eigin.

Ekki voru allir á því að munur væri á tíðni og umfangi brottkasts eftir landshlutum, en stór hluti þeirra taldi þó að svo væri. Þeir, sem voru á þessari skoðun, voru jafnframt flestir á því að brottkast væri algengast á Vestfjarðamiðum, en 47% telja að þar sé meiri afla kastað á glæ en í öðrum landshlutum. Tæplega 20% telja að mestum afla sé kastað fyrir borð skipa á miðunum undan Vesturlandi, 18% nefndu Norðurland og álíka margir Suðurland.

Í könnun Gallups voru sjómennirnir einnig beðnir að meta brottkast á þorski, og eins og við mátti búast kom í ljós, að mest er um brottkast á undirmálsþorski.

71% aðspurðra taldi frekar miklu eða mjög miklu hent af undirmálsþorski, á meðan 14,8% töldu frekar miklu hent af meðalstórum þorski og aðeins 3,4% að mjög miklu væri hent af slíkum þorski. 2,6% telja að menn hendi frekar miklu af stórum þorski.

Þá kom einnig í ljós að algengara er að henda þorski en öðrum fiski, og þarf kannski ekki að koma á óvart. 71% aðspurðra kannast við brottkast á þorski, á meðan 31% hafði upplifað brottkast á karfa, 25% brottkast á ufsa og 18% aðspurðra nefndu ýsuna.

Ef aðeins er skoðuð síðasta veiðiferð, þá nefndu þeir sem urðu varir við brottkast í henni flestir þorsk, eða 71%, 19% nefndu karfa, tæp 15% sáu ýsu fleygt fyrir borð - eða fleygðu henni sjálfir - og naumlega 12% könnuðust við brottkast á ufsa í síðasta túr.

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli