Frétt

Stakkur 6. tbl. 2004 | 11.02.2004 | 11:32Aukin þjónusta - færri íbúar?

Nokkur umræða hefur orðið vegna breytts verkaskipulags Vegagerðarinnar, sem nú hefur höfuðstöðvar fyrir Norðvesturkjördæmi í Borgarnesi. Af hálfu Vegagerðarinnar er ástæða breytts skipulags sú, að verið sé að nútímavæða stofnunina. Gott og vel. Í nafni hagræðingarinnar eru breytingar oft gerðar, stundum með réttu og stundum með röngu. Bæjarstjórn og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hafa margt út þessa nýju tilhögun að setja. Sjónarmið þeirra eru skiljanleg, en hvergi hefur verið vikið að hagræðingu eða þeim kostum, sem hefðu fylgt óbreyttu skipulagi fyrir skattgreiðendur á Íslandi, nú eða notendum veganna. Sýslumaðurinn á Patreksfirði hefur tjáð sig um ágæti þessa nýja fyrirkomulags í grein, bæði á bb vefnum og í blaðinu sjálfu. Lofar hann þar samgönguráðherra og vegamálastjóra fyrir framsýni þeirra og víkur síðan talinu að framtíð jarðganga á suðurhluta Vestfjarða. Virðist sú ályktun ein dregin, að í framhaldi þessa flutnings yfirstjórnar til Borgarness muni jarðgöng verða gerð undir Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði og menn skreppa í gleraugnabúðina á Ísafirði og Ísfirðingar fara vesturleiðina suður.

Satt best að segja er hinn almenni lesandi litlu nær eftir að hafa lesið það sem kemur frá forsvarsmönnum Ísafjarðarbæjar annars vegar og sýslumanninum í Barðastrandarsýslum hins vegar. Kannski vantar líka betri útskýringar til að greina hvað býr að baki breyttu skipulagi. Ekki má gleyma að bættar samgöngur hafa einar og sér í för með sér ýmsar breytingar á skipulagi opinberrar þjónustu. Upplýsingar um hagræðið og skynsemina að breyttu skipulagi vantar í umræðuna og einnig á hvern hátt bæjarstjórinn og bæjarstjórnin vilja hafa á þjónustu Vegagerarðinnar, sem við gerum öll miklar kröfur til. Við viljum betri vegi, brýr og jarðgöng, sem allt kostar stórfé. Á sama tíma er ljóst að við eigum að vera í forgangi og aðrir eiga að bíða. En einu megum við ekki gleyma í þeirri pólitísku umræðu að færa störf í þjónustu ríkisins út á land og þar með talið til Vestfjarða og það er að fólki hefur fækkað um nálægt 2600 manns á Vestfjörðum síðustu 20 árin en fjölgað í Reykjavík einni um 10000 manns síðasta áratuginn og eru þá nágrannasveitarfélögin ekki talin með.

Þar situr orðið meirihluti þjóðarinnar og spyr af hverju samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni bíði meðan jarðgöng eru gerð á Vestfjörðum og Austurlandi. Erfitt er að samræma óskir fólks og Einar K. Guðfinnsson alþingismaður hefur stutt ákvörðun samgönguráðherra meðan hinn Bolvíkingurinn, Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, telur að verið sé að bregðast Vestfirðingum með nýja skipulaginu. Hin raunverulega spurning er þessi. Á Vegagerðin að reka byggðastefnu? Er ekki hin raunverulega byggðapólitíska ákvörðun tekin á Alþingi með samþykkt vegaáætlunar hverju sinni? Svarið hlýtur að vera já. Um starfsemi Vegagerðarinnar og skrifstofuhald hlýtur að gilda að þeir sem stýra þeirri ágætu stofnun beri ábyrgð á henni og svari til þess með því að nýta úthlutaða fjármuni á fjárlögum til vegagerðar og veita þá þjóustu sem lögbundin er. Nauðsynlegt er að bæjarstjórn skýri sín sjónarmið betur fyrir kjósendum sínum. Okkur munar að sjálfsögðu um hvert starf, en þeim sem þiggja þjónustuna hefur fækkað.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli