Frétt

| 26.04.2001 | 14:59Dæmdur í 400 þúsund króna sekt

Sjómaður var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir fiskveiðilagabrot og fyrir brot á löggjöf um atvinnuréttindi vélstjórnarmanna. Maðurinn var dæmdur til greiðslu 400.000 króna sektar og greiðslu alls sakarkostnaðar, þar á meðal 150.000 króna málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns. Greiði hann sektina ekki innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins skal hann sæta fangelsi í 40 daga. Hér er um lágmarksrefsingu að ræða innan þess ramma sem lögin setja.
Maðurinn var ákærður fyrir fiskveiðilagabrot með því að hafa aðfaranótt 24. júlí á síðasta ári lagt úr höfn til fiskveiða á fiskiskipinu Skuld SF-333, skipaskrárnúmer 6529, sem hafði leyfi til veiða með dagatakmörkunum, án þess að tilkynna áður um upphaf veiðiferðarinnar í Símakrók, sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu. Einnig var hann ákærður fyrir brot á löggjöf um atvinnuréttindi vélstjórnarmanna með því að hafa í greint skipti siglt skipinu án vélgæslumanns.

Málavextir eru raktir þannig í dómnum:

Þann 24. júlí 2000 kl. 8:15 fóru Kristján Guðmundsson 2. stýrimaður og Eggert Richardsson háseti á varðskipinu Óðni til eftirlits um borð í mb. Skuld SF-333, skipaskrárnúmer 6529, á stað 66° 28´n og 21° 50´v, eða um 13 sjómílur austur af Hornbjargi þar sem báturinn var á handfæraveiðum. Kom í ljós að síðasta tilkynning bátsins í svokallaðan Símakrók Fiskistofu var úr höfn til veiða 24. júlí kl. 7:44. Þá kom í ljós að ákærði, sem var skipstjóri bátsins, hafði ekki réttindi vélgæslumanns og enginn vélgæslumaður var um borð.

Í málinu liggur frammi afrit veiðileyfis til Steinars Smára Guðbergssonar vegna Skuldar GK-333 nú SF-333. Segir þar í 1. tl. að leyfið veiti rétt til veiða með handfærum í samræmi við leyfilega sóknardaga bátsins, en fjöldi þeirra er nánar greindur í 2. tl. Í 4. tl. segir að skipstjóri skuli tilkynna Fiskistofu um upphaf og lok sóknardags í samræmi við 8. gr. reglugerðar nr. 515/1999 og skuli senda tikynningar í gegnum Símakrók, sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu. Í 5. tl. er tekið fram að utan leyfilegra sóknardaga séu allar veiðar á bátnum í atvinnuskyni bannaðar. Í 8. tl. segir að brot gegn m.a. ákvæðum laga nr. 38/1990 með síðari breytingum og ákvæðum leyfisbréfsins varði sviptingu veiðileyfis og öðrum viðurlögum skv. ákvæðum laganna.

– – –

Ákærði ber að hann hafi í greint sinn lagt úr höfn í Reykjafirði. Hafi hann reynt að hringja í þjónustusíma Fiskistofu, þ.e. svokallaðan Símakrók, til að tilkynna brottför en ekki náð sambandi vegna þess að símasamband sé afar slæmt á þessum slóðum. Hann hafi reynt af og til að hringja á leið sinni á miðin, en ekki náð sambandi fyrr en kl. 07:36 svo sem fram komi á yfirliti frá Landsímanum um notkun NMT síma um borð í bátnum. Aðspurður kvaðst hann hafa verið byrjaður veiðar er samband náðist.

Fyrir dóminn komu einnig vitnin Reimar Vilmundarson og Sigurður Þorsteinn Stefánsson, sem báðir eru kunnugir í Reykjafirði. Báru þeir báðir að mjög erfitt sé að ná þar símasambandi og sé það aðeins unnt á stöku stað.

Samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 515/1999 skal skipstjóri tilkynna Fiskistofu um upphaf veiðiferðar áður en lagt er úr höfn. Telst veiðiferð hafin þegar tilkynning berst. Tilkynningar skal senda í gegn um Símakrók, sjálfvirkan þjónustusíma Fiskistofu.

Ákærða, sem kaus að haga veiðum með þeim hætti að leggja úr höfn í eyðifirði á Austur-Ströndum þar sem símasamband er slæmt, bar sjálfum að gæta þess að hann gæti tilkynnt brottför með fullnægjandi hætti. Brot hans var fullframið er hann hélt úr höfn til veiða án þess að hafa tilkynnt brottför áður, sbr. tilvitnaða 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 515/1999. Samkvæmt 16. gr. reglugerðarinnar varða brot á henni viðurlögum samkvæmt ákvæðum IV. kafla laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða með síðari breytingum. Samkvæmt 20. gr. þeirra laga, sbr. 27. gr. laga nr. 57/1996 varða brot gegn ákvæðum þeirra, reglum settum samkvæmt þeim og ákvæðum leyfisbréfa sektum, hvort sem þau eru framin af ásetningi eða gáleysi, en stórfelld og ítrekuð ásetningsbrot skulu að auki varða fangelsi allt að 6 árum. Við fyrsta brot skal sekt eigi nema lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eftir eðli og umfangi brots. Sá ágalli er á heimfærslu til refsiákvæða í ákærunni að aðeins er vísað til 16. gr. reglugerðarinnar, en með því að þar er þó vísað til IV. kafla laga nr. 38/1990, sem m.a. inniheldur nefnda 20. gr., þykir ekki eiga að vísa málinu frá dómi af þ

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli