Frétt

bb.is | 11.02.2004 | 09:57Heimastjórnarhátíð alþýðunnar haldin á Ísafirði í sumar

Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands.
Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands.
Á Ísafirði er í undirbúningi hátíð í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnar á Íslandi. Skipuleggjendur hátíðarinnar vonast til þess að forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans frú Dorrit Moussaieff heiðri samkomuna með nærveru sinni og þátttöku í dagskrárliðum hennar. Stefnt er að því að halda hana um mitt sumar. Jón Fanndal Þórðarson veitingamaður á Ísafjarðarflugvelli er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hann segir í samtali við bb.is að hugmyndin hafi kviknað fyrir nokkru þegar ljóst var að hátíðarhöldin sem bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ ásamt stjórnvöldum syðra skipulögðu voru aðeins ætluð þröngum hópi stjórnmálamanna.
„Það hefur verið ákaflega sorglegt að horfa á hvernig þessi tímamót hafa verið gerð að einhverri hátíð aðalsmanna. Það er eins og verið sé að reyna að búa til hástétt í okkar samfélagi. Þessi merku tímamót eiga að sjálfsögðu að vera tilefni til almennra hátíðarhalda eins og ávallt hefur verið gert á Íslandi. Nú nota stjórnvöld hinsvegar tækifærið og halda sjálfum sér veislu og þar kemst almúginn hvergi nærri. Hápunkti hefur þessi snobbvæðing náð hér á Ísafirði þar sem bæjarstjórnin hélt sjálfri sér dýrðlega veislu. Það er lítil reisn yfir svona hátíðarhöldum. Minningu þeirra manna sem stóðu í eldlínu sjálfstæðibaráttu okkar er enginn sómi sýndur með þannig samkomum.

Við sem undirbúum hátíðina í sumar viljum heiðra baráttu allra þeirra sem komu að stofnun embættis fyrsta ráðherra Íslands. Þeir voru fleiri en einn. Hugmyndin er sú að hátíðardagskrá verði að degi til þar sem við minnumst þeirra er í stafni stóðu. Þegar líður á daginn mun yfirbragðið síðan léttast og við fögnum þessum tímamótum og horfum fram á veginn saman. Það er löng hefð fyrir því að helstu tímamótum í sögu þjóðarinnar sé fagnað af almenningi og fyrst að okkar trúnaðarmenn í sveitarstjórninni og landsstjórninni vilja ekki minnast þessara tímamóta nema með sjálfum sér þá verður almenningur að bregðast við.“

Aðspurður segir Jón Fanndal að hann vonist að sjálfsögðu eftir þátttöku forseta Íslands í hátíðinni. „Forseti Íslands er sameiningartákn okkar og því verður hann sá fyrsti sem boðið verður til hátíðarinnar. Með því viljum við undirstrika að í þessu landi býr ein þjóð. Því miður virðist okkur sem að verið sé að reyna að breyta því á síðustu misserum.“

Jón Fanndal segir að rætt hafi verið við ýmsa einstaklinga og félagasamtök vegna undirbúnings hátíðarinnar en of snemmt sé að segja frá því hverjir muni koma að málinu. „Það er í vinnslu þessa dagana. Við stefnum að því að þessi heimastjórnarhátíð alþýðunnar verði um mitt sumar og nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur“, sagði Jón Fanndal að lokum.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli