Frétt

politik.is – Hlynur Orri Stefánsson | 10.02.2004 | 14:51Myndbirtingar fjárglæpamanna

Það hefur varla farið framhjá neinum að fjölmiðill einn hér á landi hefur tekið upp þann sið að birta myndir af fjárglæpamönnum. Mörgum finnst þetta gott framtak og telja réttlátt að fjölmiðlar herði á refsingum brotamannanna með þessum hætti. Fólk virðist þó oft gleyma þeim sem virkilega líða fyrir myndbirtingarnar; fjölskyldum afbrotamannanna.
Hver er tilgangurinn?

Það er mitt mat að það að birta myndir af fjárglæpamönnum hafi ekkert jákvætt í för með sér. Myndbirtingar síafbrotamanna, sér í lagi kynferðisafbrotamanna, hafa verið réttlættar á þeim grundvelli að með því sé verið að vara við mönnunum. Ef fólk þekkir hættulega ofbeldismenn getur það frekar passað sig á þeim. En þessi rök er varla hægt að nota til að réttlæta myndbirtingar fjárglæpamanna. Langflestir þeirra sem hafa verið í fréttunum vegna fjársvika hafa vinnu sinnar vegna verið í aðstöðu þar sem þeir geta auðveldlega haft af fólki fé. Dæmdir fjárglæpamenn eru hins vegar útilokaðir frá öllum slíkum störfum, og því ættu fjölmiðlar ekki að finna sig knúna til að vara fólk við þeim.

Eins og ég nefndi að ofan, þá virðast margir telja myndbirtingar þessar vera réttlætanlegar þar sem þær herða á refsingu afbrotamannanna. Því er ég ekki sammála. Það er ekki hlutverk fjölmiðla að refsa þegnum samfélagsins fyrir gjörðir sínar. Fjölmiðlar eiga að fylgjast með öllu sem gerist í samfélaginu, og hafa eins konar eftirlit með valdhöfum og öðrum. Hlutverk þeirra er hins vegar ekki að refsa dæmdum glæpamönnum, og því er að mínu mati ekki hægt að réttlæta gerðir þeirra með þessum rökum.

Verndum þá sem saklausir eru

Við það að birta andlitsmyndir af fjárglæpamönnum erum við að auka þær byrðir sem fjölskyldur þeirra þurfa að bera. Ólíklegt er að börn taki eftir því þótt nafn foreldra einhvers sem er með þeim í skóla birtist í fjölmiðli. Þegar andlit foreldranna birtast hins vegar á forsíðum fjölmiðla er mjög líklegt að einhver í bekknum sjái hana.

Því miður hefur ákveðinn fjölmiðill ekki látið sér nægja að birta myndir af andlitum fjárglæpamanna. Í a.m.k. einu tilviki hafa þeir gengið svo langt að birta mynd af húsi fjárglæpamanns. Í húsinu bjó meintur fjárglæpamaður ásamt fjölskyldu sinni, fólki sem hafði að sjálfsögðu ekkert með glæpinn að gera. Eins og allir vita geta börn verið miskunnarlaus hvað einelti varðar. Ég get því ekki ímyndað mér að það hafi verið auðvelt fyrir börnin að mæta í skólann daginn eftir að hús þeirra birtist á forsíðu dagblaðs undir fyrirsögn sem gaf í skyn að faðir þeirra væri mjög slæmur maður.

Við verðum að spyrja okkur hvað sé raunverulega fengið með myndbirtingunum, og hvort þær séu þess virði að skólaganga einstakra krakka breytist úr því að vera vel bærileg í það að vera algjör martröð. Er það að afbrotamaður fái það sem hann á skilið, ef menn telja að myndbirting auki refsinguna, nógu mikill ávinningur ef afleiðingarnar eru þær að börn afbrotamannsins eru lögð í einelti
fyrir það?

Siðferðileg ábyrgð blaðamanna

Ég er að sjálfsögðu ekki að halda því fram að einelti sem börn afbrotamanna hugsanlega lenda í vegna myndbirtinga blaðamanna sé eingöngu sök þeirra. Að sjálfsögðu liggur sökin hjá glæpamönnunum. Dagblöðin hafa þó gríðarmikið vald, og blaðamenn verða að átta sig á afleiðingum gjörða sinna. Til þess að koma í veg fyrir að blaðamenn noti vald sitt á rangan hátt hefur Blaðamannafélag Íslands sett félögum sínum siðareglur sem nálgast má á síðu félagsins. Efitrfarandi tilvitnun er úr 3. grein þeirra reglna:

„[Blaðamaður] forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“

Það er a.m.k. mín skoðun að með myndbirtingum þessum eru fjölmiðlmenn að valda börnum afbrotamannanna, sem vissulega eiga um sárt að binda vegna synda foreldra sinna, óþarfa sársauka. Ég tel að lagasetning sem bannar umræddar myndbirtingar sé ekki endilega rétta leiðin. Dagblöð eiga einfaldlega að sjá sóma sinn í því að fara eftir eigin siðareglum.

Hlynur Orri Stefánsson.

Pólitík.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli