Frétt

bb.is | 09.02.2004 | 15:04Dísarland: Neitaði að rýma húsið til að mótmæla seinagangi í kerfinu

Olgeir Hávarðsson við hús sitt að Dísarlandi 10. Traðarhyrna í baksýn.
Olgeir Hávarðsson við hús sitt að Dísarlandi 10. Traðarhyrna í baksýn.
Olgeir Hávarðsson íbúi í Dísarlandi 10 í Bolungarvík sem neitaði að yfirgefa hús sitt vegna yfirvofandi snjóflóðahættu segist fyrst og fremst hafa gert það til þess að vekja athygli á seinagangi í kerfinu í málum íbúa svæðisins. Hann telur stjórnvöld sýna íbúum svæðisins lítinn skilning. Einar Pétursson bæjarstjóri í Bolungarvík segir bæjarfélagið vera í mjög erfiðri stöðu í þessu máli en niðurstöðu dómstóla verði að bíða fyrst íbúar sætti sig ekki við bráðabirgðauppgjör.
Forsaga málsins er sú að frá því að hverfið var byggt hefur komið til rýminga húsa þar vegna snjóflóðahættu. Í kjölfar snjóflóðs sem féll á hús Olgeirs að Dísarlandi 10 árið 1997 fór af stað umræða um hönnun varnarvirkja fyrir byggð í Bolungarvík. Þegar hönnun þeirra lauk kom í ljós að sex hús í Dísarlandi og Traðarlandi myndu lenda undir fyrirhuguðum varnargarði. Í kjölfarið leitaði Bolungarvíkurkaupstaður eftir uppkaupum húsanna á grundvelli laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Í mars árið 2001 lá matið fyrir. Íbúar þriggja húsa sættu sig ekki við niðurstöður matsins og fór því bæjarfélagið fram á að húsin yrðu tekin eignarnámi. Aðrir þrír húseigendur féllust á að ganga frá sínum málum við bæjarfélagið á grundvelli fyrra matsins með fyrirvara um niðurstöðu í málum annarra húseigenda.

Hin húsin voru metin að nýju og nú af matsnefnd eignarnámsbóta. Því mati var lokið í júní 2002 og var það mun hærra en það mat sem áður hafði verið framkvæmt Var munurinn um 17 milljónir fyrir húsin þrjú. Í ágúst sendi Ofanflóðasjóður bæjarstjórn Bolungarvíkur bréf þar sem sjóðurinn tilkynnti að hann gæti ekki unað hinu nýja mati. Óskaði bæjarstjórn því í framhaldi eftir endurupptöku málsins hjá matsnefnd eignarnámsbóta. Á þá endurupptöku var ekki fallist. Var því málinu vísað til dómstóla þar sem skorið verður úr því hvaða reglur skuli gilda við mat á þeim húsum sem kaupa þarf vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir og mun niðurstaða dómstóla hafa mikil áhrif víða um land.

Á laugardag tæpum sjö árum eftir að snjóflóð féll á hús Olgeirs var ákveðið að rýma húsin við Dísarland og Traðarland vegna snjóflóðahættu. Íbúar húsanna hlýddu því allir nema Olgeir. Í samtali við bb.is sagðist Olgeir hafa gert það til þess að vekja athygli á málefnum íbúa gatnanna. „Ég er fyrst og fremst að vekja athygli á því að rýmingarkerfið er ekki að virka. Þegar flóðið féll á sínum tíma á okkar hús vorum það við sem vorum búin að rýma húsið en ekki kerfið. Hverfið var síðan ekki rýmt fyrr en eftir flóðið. Þetta kerfi gengur ekki upp eins og snjóflóðið í Ólafsfirði á dögunum sannar. Þar féll flóð 1997 og því skyldi maður ætla að sá sem þar bjó ætti að vera nokkuð öruggur með að eftirlit væri í lagi en því miður reyndist ekki svo. Afleiðingarnar urðu hörmulegar.

Þegar úrskurður eignarnámsnefndar lá fyrir í júní 2002 gátu stjórnvöld lokið málinu ef vilji hefði verið til þess. Það lá fyrir að ofanflóðasjóður var búinn að lýsa því yfir að greitt yrði í samræmi við úrskurð matsnefndarinnar og það var tilkynnt með bréfi til bæjarins undirritað af Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra. Þeir breyta hinsvegar afstöðu sinni og segjast hafa ætlast til þess að málið færi fyrir dómstóla.

Með því að fara með málið fyrir dómstóla er verið að tefja málið og með því er tekin töluverð áhætta því ennþá er búið í hverfinu. Ég er að deila á þetta því að eftir slysin í Tungudal, Súðavík, Flateyri og fleiri stöðum þá er bönnuð búseta á þeim svæðum þar sem flóð hafa fallið. Hjá okkur féll flóð 1997 en ennþá eru mál ókláruð og ekki komið í veg fyrir búsetu. Þarna sitja menn ekki við sama borð og á hvers ábyrgð er það“, segir Olgeir í samtali við bb.is.

Hann segir Bolungarvíkurkaupstað hafa boðið eigendum húsanna að þiggja greiðslu sem miðist við staðgreiðslumarkaðsverð með fyrirvara um niðurstöðu dómstóla.

„Við segjum á móti af hverju vill bærinn ekki gera upp við okkur á grundvelli úrskurðarnefndar eignarnámsbóta með fyrirvara um niðurstöður dómstóla. Af hverju er einungis horft á málið útfrá þrengstu hagsmunum bæjarins og ofanflóðasjóðs? Það virðist ekki raunverulegur vilji hjá bænum til þess að leysa málið með hagsmuni beggja að leiðarljósi. Okkur munar um mismuninn sem eigum húsin.

Eignarnám er auðvitað mjög alvarlegur hlutur sem ekki er hægt að umgangast af neinni léttúð. Það er auðvitað frekar dapurlegt og skrítið að þar eigi maður að standa verr að vígi en ef það til dæmis brennur ofan af manni. Það er ekki réttlátt. Grundvallaratriðið í þessu mál

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli