Frétt

bb.is | 14.01.2004 | 11:48Mæðgur hlupu út úr brennandi húsi á Suðureyri: „Hugsaði ekki neitt“

Búið er negla fyrir glugga hússins. Ljósmyndir: Jón Arnar Gestsson.
Búið er negla fyrir glugga hússins. Ljósmyndir: Jón Arnar Gestsson.
Valgerður og Eydís öruggar heima hjá nágrönnum sínum.
Valgerður og Eydís öruggar heima hjá nágrönnum sínum.
Valgerður Kristjánsdóttir og Eydís Sævarsdóttir, 11 ára dóttir hennar, hlupu berfættar, á náttfötunum einum klæða, út úr húsinu við Stefnisgötu 2 á Suðureyri sem brann í nótt. Hríðarbylur var á Suðureyri og fengu þær húsaskjól hjá vinafólki í næsta húsi. Valgerður segist hafa vaknað í nótt en ekki áttað sig á því að það væri eldur í húsinu. „Ég bærði á mér eins og gerist stundum á nóttunni set á mig gleraugun og fer fram. Þá átta ég mig á því að það er ekki allt eins og það á að vera“, segir Valgerður.
Þetta var á þriðja tímanum í nótt. Stefnisgata 2 er gamalt timburhús á þremur hæðum. Steyptur kjallari er undir húsinu en þar ofan á hæð og ris. Mæðgurnar sváfu á efstu hæðinni.

„Ég rík inn í herbergið, öskra á dóttir mína, dreg hana út og gríp GSM-símann minn í leiðinni. Ég hugsaði ekki neitt. Það voru eldtungur hingað og þangað sem gusu svo upp þegar við opnuðum útidyrahurðina. Síðan bönkum við og berjum hjá nágrönnum okkar og hringjum á neyðarlínuna.“

Valgerður segir útgönguleiðina hafa verið greiða. Þær hafi farið niður hringstiga og þaðan að útidyrahurðinni. Hún treystir sér ekki til að segja hvert umfang eldsins hafi verið þegar þær hlupu út og hún minnist þess ekki að hafa heyrt í reykskynjurum þó hún segi slökkviliðsmennina hafa heyrt í þeim. „Maður fer í einhverskonar annarlegt ástand og málið er bara að bjarga sér. Maður horfir bara á útidyrahurðina og hleypur. Ég áttaði mig eiginlega ekki á þessu fyrr en ég var kominn inn á stofugólf í næsta húsi.“

Lögreglumenn eiga eftir að rannsaka vettvanginn. Neglt hefur verið fyrir glugga hússins og er engum hleypt inn. Valgerður segist hafa fengið þær upplýsingar að þar inni sé ekkert heilt. „Það var svakalegur reykur og mikill hiti, þannig bráðnaði víst eitt og annað er mér sagt.“

Hún reiknar með að vera áfram hjá nágrönnum sínum næstu daga. „Það er reyndar búið að bjóða okkur gistingu á gistiheimili hér í bænum og allir boðnir og búnir til að hjálpa. Svo er Rauði krossinn búinn að bjóða okkar aðstoð sem við erum afskaplega þakklátar fyrir. Allt sem við áttum var þarna inni. Við erum reyndar með ágætar tryggingar þó það taki náttúrlega alltaf tíma að vinna úr því auk þess sem þær bæta ekki tilfinningalega tjónið. Það er þó ekki meginatriðið, við sluppum út og erum heilar á húfi, það er það sem skiptir máli“, sagði Valgerður Kristjánsdóttir.

kristinn@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli