Frétt

bb.is | 30.10.2003 | 15:04Breytingar á byggingamarkaði: Vestfirskir verktakar ehf. stofnaðir

Skrifað undir kaupsamning Vestfirskra verktaka ehf. á húseign Eiríks og Einars Vals ehf.
Skrifað undir kaupsamning Vestfirskra verktaka ehf. á húseign Eiríks og Einars Vals ehf.
Eiríkur, Garðar, Sveinn Ingi og Hermann handsala samninginn.
Eiríkur, Garðar, Sveinn Ingi og Hermann handsala samninginn.
Eiríkur „útskrifar“ Svein Inga.
Eiríkur „útskrifar“ Svein Inga.
Starfsmenn Vestfirskra verktaka ehf ásamt Eiríki Kristóferssyni.
Starfsmenn Vestfirskra verktaka ehf ásamt Eiríki Kristóferssyni.
Stofnað hefur verið nýtt byggingafyrirtæki á Ísafirði, Vestfirskir verktakar ehf., þar sem rennur saman starfsemi þriggja fyrirtækja. Þá mun starfsemi Eiríks og Einars Vals hf. flytjast til Hafnarfjarðar. Stofnendur hins nýja fyrirtækis eru Sveinn Ingi Guðbjörnsson sem starfað hefur hjá Eiríki og Einari Val hf., Garðar Sigurgeirsson sem rekið hefur GS trésmíði í Súðavík og Hermann Þorsteinsson sem rekið hefur fyrirtækið Múrkraft á Ísafirði. Stjórnarformaður hins nýja fyrirtækis er Sveinn Ingi Guðbjörnsson og framkvæmdastjóri Garðar Sigurgeirsson. Hið nýja fyrirtæki hefur fest kaup á verkstæðishúsi Eiríks og Einars Vals hf. á Skeiði þar sem höfuðstöðvar hins nýja fyrirtækis verða.
Að sögn Sveins Inga Guðbjörnssonar mun fyrirtækið taka yfir starfsemi Múrkrafts og GS trésmíði og auk þess það tekur einnig við þeim verkefnum og þjónustu sem Eiríkur og Einar Valur hf. hafa haft með höndum hér um slóðir. „Okkar ætlun er byggja upp alhliða verktakafyrirtæki í byggingastarfsemi hér um slóðir og við erum mjög bjartsýnir“ sagði Sveinn Ingi. Starfsmenn fyrirtækisins verða 10 talsins í fyrstu.

Eins og áður kom fram flyst starfsemi Eiríks og Einars Vals hf. til Hafnarfjarðar. Í samtali við blaðið sagði Eiríkur Kristófersson framkvæmdastjóri að flutningurinn ætti sér nokkurn aðdraganda. „Við erum búnir að reka útibú syðra frá því á síðastliðnu ári og erum þar með sex starfsmenn.“ Eiríkur hyggst sjálfur flytjast búferlum suður á þessum tímamótum en hér hefur hann búið síðan 1974. „Það má segja að ég sé að skila mér aftur suður en ég kom héðan frá Hafnarfirði. Þetta er búinn að vera mjög góður tími hér fyrir vestan. Þetta fyrirtæki sem við Einar Valur stofnuðum árið 1977 einbeitti sér í fyrstu að smíði íbúða fyrir ungt fólk sem þá var mikill skortur á. Við byggðum fyrst upp blokkirnar fjórar í Stórholtinu en síðan tóku við önnur verkefni.“ Þeir félagar ráku fyrirtækið saman til ársins 1999 er Einar Valur Kristjánsson tók við framkvæmdastjórn Hraðfrystihússins Gunnvarar hf.

Einn af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins var Sveinn Ingi sem er einn af þeim sem nú kaupa húseign fyrirtækisins á Ísafirði. „Það er virkilega ánægjulegt að afhenda þetta til Sveins Inga og félaga. Hann hefur hvergi annars staðar unnið en hjá mér og það má því segja að hann sé að útskrifast frá mér á þessum tímamótum. Hann útskrifast með bestu einkunn.“ Á árum sínum hér vestra hefur Eiríkur komið að ýmsum framkvæmdum. „Það hefur nú verið sagt að enginn smiður sé fullnuma fyrr en hann hafi gerst kirkjusmiður. Það fengum við að reyna við byggingu Ísafjarðarkirkju.“ segir Eiríkur aðspurður hvaða verk sé honum minnistæðast hér vestra. „Efst í huga mínum nú er hinsvegar þakklæti til allra starfmanna fyrirtækisins og ekki síður allra okkar góðu viðskiptavina.“ sagði Eiríkur Kristófersson að lokum.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli