Frétt

bb.is | 27.10.2003 | 10:34Fyrstu skóflustungur teknar að nýjum íbúðarhúsum á Ísafirði

Feðginin Pétur Albert og Ásdís Linda taka fyrstu skóflustunguna ásamt feðgunum Hermanni, Þorsteini og Patreki.
Feðginin Pétur Albert og Ásdís Linda taka fyrstu skóflustunguna ásamt feðgunum Hermanni, Þorsteini og Patreki.
Fyrsta skóflustungan tekin á Wardstúni. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
Fyrsta skóflustungan tekin á Wardstúni. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
Fyrsta skóflustungan að einbýlishúsum sem verktakafyrirtækið Múrkraftur ehf. mun reisa í nýju íbúðahverfi á Tunguskeiði á Ísafirði var tekin á föstudag. Daginn eftir var tekin fyrsta skóflustungan að fjölbýlishúsi sem verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. ætlar að byggja á Wardstúni nálægt miðbæ Ísafjarðar. Nýbyggingar íbúðarhúsa hafa verið afar fátíðar á Ísafirði síðustu ár og rúmlega áratugur er síðan ráðist hefur verið í byggingu á nýju fjölbýlishúsi í bænum. Því er óhætt að segja að nýliðin helgi marki tímamót þar sem í senn er hafist handa við uppbyggingu á nýju einbýlishúsahverfi og nýju fjölbýlishúsi.
Múrkraftur fer af stað með byggingu tveggja húsa á Tunguskeiði en að auki er í bígerð hjá S.R.G. Múrun ehf. að byggja þriðja húsið í hverfinu. „Fyrsta markmiðið hjá okkur er að loka húsunum áður en vetur skellur á með fullum þunga. Það er ástæðan fyrir því að við rukum í þetta nú fyrir helgina“, segir Hermann Þorsteinsson, annar af eigendum Múrkrafts. Hann segir að húsin muni taka á sig mynd á næstu mánuðum en hvort farið verði af stað með fleiri hús næsta sumar ráðist af undirtektum markaðarins.

„Þetta fer allt eftir því hvernig áhuginn verður en ég er vongóður. Þarna er verið að byrja á nýju hverfi á mjög skemmtilegum stað en væntanlega verða reist þrjú hús fyrir veturinn. Því er kjörið fyrir fólk að slást í hópinn og koma inn í nýtt hverfi“, segir Hermann.

Húsbyggingarnar á Tunguskeiði eiga sér talsvert langan aðdraganda. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, afhenti Hermanni hamar frá bæjarstjórninni þegar skóflustungan var tekin. Sagði hann það táknrænt þar sem nokkur barningur hafi verið að koma nýja hverfinu af stað.

Ásdís Linda, dóttir Péturs Alberts Sigurðssonar, annars eiganda Múrkrafts, og Þorsteinn Ýmir og Patrekur Darri, synir Hermanns, sáu um að taka skóflustunguna. „Bærinn lítur á hverfið sem langtíma fjárfestingu og því þótti okkur við hæfi að láta skattgreiðendur framtíðarinnar sjá um þetta“, sagði Hermann.

Björgmundur Örn Guðmundsson hjá Ágústi og Flosa ehf. segir framkvæmdir að fara í gang á Wardstúni. „Nú er verið að reisa kranann en síðan ætlum við að byrja að grafa í vikunni. Ætli það geti ekki tekið um tvo mánuði að útibyrgja neðri hæðina“, segir Björgmundur.

Félagsmálaráðuneytið hyggst kaupa fjórar íbúðir í húsinu fyrir vistmenn af sambýlinu Bræðratungu í Tungudal. Væntanlegir íbúar og aðstandendur þeirra sáu að taka fyrstu skóflustunguna á laugardag, að viðstöddum bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og þingmönnunum Einari Oddi Kristjánssyni og Kristni H. Gunnarssyni, auk sveitarstjórnarmanna og starfsmanna hjá Ágústi og Flosa.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, afhenti Björgmundi einnig hamar við þetta tækifæri. Nokkra kátínu vakti að hamarinn er heiðblár en Björgmundur hefur verið þekktur sem góður og grænn framsóknarmaður. „Nú þegar ég er kominn með bláa hamarinn í hönd hlýtur verkið að ganga leiftursnöggt“, sagði Björgmundur Örn Guðmundsson.

Mynd nr. 1 er frá skóflustungunni á Tunguskeiði en mynd nr. 2 frá athöfninni á Wardstúni.

kristinn@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli