Frétt

bb.is | 24.10.2003 | 12:13Ísafjarðarbær: Bæjarstjórn áréttar stuðning við veg um Arnkötludal

Kort af fyrirhuguðu vegstæði um Arnkötludal og Gautsdal. Mynd: leid.is
Kort af fyrirhuguðu vegstæði um Arnkötludal og Gautsdal. Mynd: leid.is
Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar áréttaði í gær án athugasemda frá minnihlutanum stuðning við vegarlagningu um Arnkötludal og Gautsdal milli Steingrímsfjarðar í Strandasýslu og Króksfjarðar í Reykhólahreppi skammt frá Gilsfjarðarbrú. Fyrir fundinum lá afrit af bréfi Leiðar ehf. varðandi hugsanlega einkafjármögnun á vegarlagningu þessa leið. Í bókun um þetta mál á fundi bæjarstjórnar í gær er minnt á samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga 1997 þar sem öll sveitarfélög á Vestfjörðum samþykktu stefnumótun í vegamálum. Þar segir m.a. um leiðina um Arnkötludal og Gautsdal:
„Það er samdóma álit starfshópsins að nýr vegur um Arnkötludal og Gautsdal hafi yfirburði yfir aðra valkosti. Vegurinn sameinar þá kosti, sem engin önnur vegtenging Reykhólasveitar við Strandir og Djúp gerir, að stytta verulega för íbúa tveggja samgöngusvæða að hringveginum og tengja um leið þriðja svæðið við hin tvö. Með þverun Gilsfjarðar gerir vegur um Arnkötludal Reykhólasveit og sveitarfélög við Steingrímsfjörð og í Dölum að einu atvinnusvæði árið um kring, sem engin önnur vegagerð á þessu svæði gæti nokkurn tíma gert. Sú hringtenging um Vestfirði, sem hér hefur verið lýst og starfshópurinn er sammála um, gerir ráð fyrir því að aðalvegtenging Vestfjarða við þjóðveg nr. 1, hringveginn, verði um Vestfjarðaveg nr. 60 um Gilsfjarðarbrú og Bröttubrekku, enda sú leið rúmum 40 km styttri til Reykjavíkur en tenging um Brú í Hrútafirði nema fyrir íbúa Bæjar- og Broddaneshreppa. Því er gert ráð fyrir að vegagerð um Arnkötludal fresti fyrirhugaðri vegagerð um Kollafjörð og Bitru þar til öðrum forgangsverkefnum er lokið.“

Í bókuninni á fundi bæjarstjórnar í gær er jafnframt minnt á samþykkt bæjarráða Ísafjarðarbæjar og Bolungarvíkur og hreppsnefnda Súðavíkurhrepps og Hólmavíkurhrepps á fundi 28. febrúar 2003. Í samþykktinni er vísað til fyrri samþykkta Fjórðungsþinga Vestfirðinga og lögð áhersla á leiðina um Arnkötludal og Gautsdal.

Á mynd nr. 2 má sjá fyrirhugað vegarstæði úr Steingrímsfirði nokkru sunnan Hólmavíkur um Arnkötludal og Gautsdal niður að Króksfirði við Gilsfjörð, rétt við Gilsfjarðarbrú.

hlynur@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli