Frétt

bb.is | 15.09.2003 | 13:24„Allt logar í bombum“ í máli manna á fundinum um línuívilnum

Þrír framsögumannanna á fundinum: Guðjón A. Kristjánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Jón Bjarnason.
Þrír framsögumannanna á fundinum: Guðjón A. Kristjánsson, Einar Oddur Kristjánsson og Jón Bjarnason.
Magnús Þór Hafsteinsson var ábúðarmikill á fundinum í gær. Hér er hann með Margréti Sverrisdóttur á aðra hlið og Valdimar Lúðvík Gíslason á hina.
Magnús Þór Hafsteinsson var ábúðarmikill á fundinum í gær. Hér er hann með Margréti Sverrisdóttur á aðra hlið og Valdimar Lúðvík Gíslason á hina.
„Það er upphaf þessa máls, eins og allir vita, að á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins nú í vor var samþykkt tillaga um að flokkurinn skyldi styðja við línuna. Að dagróðrabátar skyldu fá sérstaka ívilnun. Það var mikið deilt um þetta á Landsfundinum. Það voru mjög harðar deilur en að lokum var leynileg, lýðræðisleg afgreiðsla þar sem þessi tillaga var samþykkt. Það var niðurstaðan“, sagði Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður í framsöguræðu sinni á fundinum um línuívilnun á Ísafirði í gær. Magnús Þór Hafsteinsson fiskifræðingur og alþingismaður tók allan fundinn upp og sat í nótt við að slá framsöguræðurnar inn í tölvu. Þær eru nú komnar inn á vef Frjálslynda flokksins.
„Þarna logar allt í bombum“, segir Magnús Þór um fundinn. Hann er nú á leið suður en heldur verkinu áfram þegar heim kemur. Þá mun hann ganga frá umræðum á fundinum, fyrirspurnum og svörum inn á vefinn. Búast má við meira efni frá fundinum þar inn í kvöld og í fyrramálið.

Einar Oddur hélt áfram: „Það er rétt að menn geri sér grein fyrir því að aðalröksemdafærslan, það sem þetta gekk út á og hafði mesta þýðingu að mínum dómi og allra þeirra sem á þessum fundi voru, var að við skyldum gera þetta til þess að treysta sjávarbyggðirnar. Það voru allir sammála því, og það vita það allir sem þekkja til, að það hefur mjög hallað á sjávarbyggðirnar og það er mjög brýnt fyrir allra hluta sakir að rétta þeirra hlut. Þetta var niðurstaða fundarins, þessi tillaga var samþykkt.“

Einar Oddur minnti síðan á, að tillagan hafi farið „í stefnuskrá flokksins, frambjóðendur flokksins allir komu með hana til kosninga og lofuðu og hétu því að berjast fyrir henni. Hér á Ísafirði mætti formaður flokksins, forsætisráðherra, hann kvað svo að orði að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu, ekkert tæknilegt því til fyrirstöðu, að þessi línuívilnun yrði að veruleika núna í haust. Á rúmlega 20 ára óvenjulegum valdaferli Davíðs Oddssonar, bæði sem borgarstjóri og sem forsætisráðherra, hafa andstæðingar hans leitað með logandi ljósi að einhverju því sem þeir gætu bent á að hann væri ekki maður orða sinna. Þeim hefur ekki tekist það. Þeim hefur aldrei tekist það.“

Síðar sagði Einar Oddur: „En við skulum samt vita það og muna það, að Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðislegur flokkur. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer með æðstu mál flokksins. Ég hef mjög orðið þess var í umræðunni hér, og í sumar, að til dæmis boðendur þessa fundar og ýmsir aðrir hafa haft efasemdir um það að sjávarútvegsráðherrann og fleiri ætluðu sér að standa við þessi loforð. Það kann vel að vera að þeir hafi sínar ástæður. Ég ætla ekki að gera neinum upp neitt. En ég vil benda ykkur á það að nú stendur yfir aðalfundur Sambands ungra sjálfstæðismanna í Borgarnesi. Í fyrrakvöld var fyrirspurnartími þar sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru mættir. Þar fékk Árni Mathiesen fyrirspurn sem hljóðaði svona: „Hvernig ætlar þú að snúa þig út úr þessari vitlausu samþykkt landsfundarins?“ eins og blessaður maðurinn orðaði það nú. Ráðherrann svaraði því til, mjög snöfurmannlega, að það stæði ekki til að snúa sig út úr neinni samþykkt Landsfundarins. Landsfundurinn hefði æðsta vald í málefnum flokksins og landsfundarsamþykktirnar myndu blífa. Svo mörg voru þau orð í fyrrakvöld“, sagði Einar Oddur Kristjánsson.

hlynur@bb.is

Frjálslyndi flokkurinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli