Frétt

Ásgrímur Albertsson / Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 1987 | 29.08.2003 | 14:36Þegar fyrsti bíllinn kom til Súðavíkur

Fyrsti bíllinn í Súðavík.
Fyrsti bíllinn í Súðavík.
Áki Eggertsson í Súðavík t.v. og Daníel Rögnvaldsson frá Uppsölum í Seyðisfirði t.h. að lokinni viðgerð á bílnum.
Áki Eggertsson í Súðavík t.v. og Daníel Rögnvaldsson frá Uppsölum í Seyðisfirði t.h. að lokinni viðgerð á bílnum.
Áki Eggertsson í Súðavík t.v. og Daníel Rögnvaldsson frá Uppsölum í Seyðisfirði t.h. að lokinni viðgerð á bílnum.
Áki Eggertsson í Súðavík t.v. og Daníel Rögnvaldsson frá Uppsölum í Seyðisfirði t.h. að lokinni viðgerð á bílnum.
Ég hafði ráðist til Gríms þá um haustið sem búðarmaður, en hafði fermst um vorið, varð 14 ára í ágúst. Ég var í mat hjá Grími og Þuríði en svaf úti á Búðarnesi. Mér er það minnisstætt þegar bíllinn var kominn þarna á hlað eitt kvöldið, en hann hafði verið fluttur á bát frá Ísafirði. Ég man þegar vinnustúlkurnar voru að skjótast um kvöldið til þess að styðja á flautuna. Slíkt hljóð hafði ekki heyrst áður í Álftafirði. Með bílnum kom bílstjóri frá Ísafirði, mig minnir að hann héti Jón Halldórsson.

Var bíllinn strax talsvert notaður þá um haustið og fékk ég oft að sitja í honum hjá bílstjóranum, því að ekki voru miklar annir í versluninni á meðan vinnudagur stóð yfir. Langaði mig til þess að læra hjá honum á bílinn, en til þess var ég auðvitað of ungur, kannski heldur ekki nógu frakkur. Mig minnir að Haraldi Kristjánssyni var kennt á bílinn.

En þá vildi það til um haustið að frostnótt kom óvænt og fraus þá vatnið á bílnum svo að kælikerfið sprakk. Bíllinn varð því ekki notaður meir það haustið en stóð á hlaðinu í Súðavík um veturinn. En ævi hans var þó ekki á enda, fjarri því. Þar kom nýr maður til. Svo vildi til að vorið 1929 var hafist handa um að setja frystivélar í íshúsið, sem mig minnir að þá þegar héti Frosti. Með vélunum kom danskur maður sem hét Andersen. Hann hélt til hjá Grími og var þar í fæði. Vakti það athygli mína og fleiri sem sátu til borðs með honum að hann át ekki sinn hafragraut á sama hátt og við hin. Hann hellti ekki mjólkinni út á grautinn heldur hafði hana í glasi sem hann saup á eftir hverri skeið. En nóg um það. Sé þetta almennur danskur siður þá var þarna a.m.k. eitt sem Íslendingum hafði ekki lærst – að éta hafragraut upp á dönsku.

Það fylgdi með í fyrirætlunum um að setja vélar í íshúsið að þar skyldi einnig framleitt rafmagn til þess að lýsa upp þorpið. Var þá fenginn ungur maður til þess að leggja þær línur sem þurfti, bæði milli húsa og inn í húsin. Var það Áki Eggertsson. Ekki veit ég hvort hann hafði bréf upp á það að vera rafvirki, en hann kunni verkið. Urðum við vel kunnugir, því hann hafði bækistöð sína í plássi sem var áfast við búðina. Auk þess var hann til húsa hjá Grími.

Áki var laginn svo allt lék í höndunum á honum. Bíllinn sem stóð aðgerðarlaus á hlaðinu vakti strax athygli hans og sveið honum að sjá hann standa þarna í lamasessi. Fór hann því að huga að viðgerð. Sá danski hafði með sér ýmis tæki sem hann þurfti við uppsetninguna á frystivélunum. Þar á með geri ég ráð fyrir að hafi verið logsuðutæki. Áki fékk hann nú í lið með sér við viðgerðina á bílnum.

Tókst sú viðgerð svo vel að bíllinn fór aftur í gang og var notaður í fjölda ára eins og eldri Súðvíkingar vafalaust muna. Ekki veit ég hve lengi hann entist, en í höndum Áka varð hann að sérstökum persónuleika þarna í þorpinu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli