Frétt

| 25.04.2001 | 10:41Málið kemur til kasta dómstóla

Sýslumaðurinn á Ísafirði hefur óskað eftir dómsúrskurði til þess að fá í hendur upplýsingar um þá sem eru með netföng hjá netþjónustunni Margmiðlun í Reykjavík. Úr netfangi hjá því fyrirtæki var í vetur skrifað níðbréf í netspjall Bæjarins besta undir nafninu Stebbi Dan, en svo er Stefán Dan Óskarsson á Ísafirði jafnan nefndur í daglegu tali. Stefán átti hins vegar engan hlut að því máli. Margmiðlun hefur neitað að gefa upp nafn þess viðskiptavinar síns sem með þessu gerðist brotlegur við lög.
Málið verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Vestfjarða. Þegar komið er á hreint hver stendur að baki skrifunum er í framhaldi af því hægt að sækja hann til saka.

Umrædd skrif voru sett inn í netspjallið aðfaranótt 28. janúar í vetur og má enn sjá þau þar. Daginn eftir skrifaði ritstjóri BB-vefjarins eftirfarandi inn í netspallið:

Stefán Dan Óskarsson á Ísafirði, sem í daglegu tali er ævinlega nefndur Stebbi Dan, á engan þátt í þeirri klausu um Gauja Þ. sem hér var sett inn í nótt.

Nógu slæmt er að hafa í frammi persónulegar svívirðingar. Hitt er þó miklu verra, að gera það á opinberum vettvangi undir fölsuðu nafni, ekki síst þegar notað er nafn manns sem er vel þekktur í samfélaginu. Um falsanir er fjallað í almennum hegningarlögum og þarf ekki að fara nánar út í það hér.

Ekki skal fullyrt, að enginn annar maður í veröldinni en Stefán Dan Óskarsson gangi undir gælunafninu Stebbi Dan. Hins vegar þekkja flestir hér vestra aðeins einn Stebba Dan og þetta gælunafn má heita eins konar vörumerki hans. Ef sá sem klausuna skrifaði gengi líka undir nafninu Stebbi Dan, þá hefði honum verið skylt, þó ekki væri nema efnis hennar vegna, að koma því á framfæri svo ekki yrði um villst, að þar væri ekki um Stefán Dan Óskarsson á Ísafirði að ræða. Alveg sérstaklega þar sem þetta er sett fram á vef í heimahéraði Stefáns. Sá sem þetta skrifaði veit fullvel hver hinn rétti Stebbi Dan er og hann sjálfur er ekki kallaður Stebbi Dan.

Svo hlálega vill til, að þegar umrædd klausa var sett inn á spjallvefinn laust fyrir kl. 2 í nótt voru liðnir rúmir fimm klukkutímar frá því að á fréttavef Bæjarins besta voru að gefnu tilefni rifjaðar upp meginreglur um notkun þessa spjallvefjar.

Hér skal mönnum bent sérstaklega á að lesa þá klausu. Fyrirsögnin er: „... verður gripið til þeirra ráðstafana sem þykja við eiga í hverju tilviki“. Þetta er í fullu gildi og okkur er fullkomin alvara með því.


Í framhaldi af þessari uppákomu hvatti ritstjóri BB-vefjarins Stefán Dan eindregið til þess að leita réttar síns gegnum dómskerfið, ef annað dygði ekki. Í Fréttablaðinu í fyrradag er eftirfarandi haft eftir forsvarsmanni Margmiðlunar vegna þessa máls: „Við förum bara að lögum en munum ekki leggja ofurkapp á að verja viðskiptavini okkar.“

Fleiri mál af svipuðu tagi eru komin í lögreglurannsókn. Í framhaldi af því var tilhögun netspjallsins breytt. Ekki er lengur hægt að skrifa þar beint inn á vefinn, heldur bíða skrifin þangað til þau hafa verið yfirfarin og samþykkt inn.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli