Frétt

bb.is | 25.08.2003 | 12:38Menntaskólinn á Ísafirði settur: Stóraukin aðsókn nemenda

Ólína Þorvarðardóttir skólameistari flytur setningarræðu sína í morgun.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari flytur setningarræðu sína í morgun.
Hinn nýi aðstoðarskólameistari MÍ, Guðbjartur Ólason, flytur ávarp við skólasetninguna.
Hinn nýi aðstoðarskólameistari MÍ, Guðbjartur Ólason, flytur ávarp við skólasetninguna.
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir lék á harmoniku við setningu Menntaskólans á Ísafirði.
Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir lék á harmoniku við setningu Menntaskólans á Ísafirði.
Nokkrir af nemendum skólans við athöfnina í morgun.
Nokkrir af nemendum skólans við athöfnina í morgun.
Fremst á myndinni er hluti af kennaraliði Menntaskólans á Ísafirði.
Fremst á myndinni er hluti af kennaraliði Menntaskólans á Ísafirði.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari ávarpar nýnema.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari ávarpar nýnema.
Dagskólanemendur við Menntaskólann á Ísafirði eru fleiri á þessu hausti en nokkru sinni fyrr. Þeir eru nú 344, þar af 96 nýnemar, en við upphaf síðasta skólaárs voru dagskólanemar 303 og árið áður voru þeir 280. Fjölgunin nemur því 21% á tveimur árum. „Vestfirðingar sjálfir eru að skila sér mun betur inn í skólann en verið hefur undanfarin ár og er það mikið ánægjuefni“, sagði Ólína Þorvarðardóttir skólameistari við setningu skólans í morgun. Á sama tíma hefur aðsókn að heimavistinni tæplega þrefaldast. Haustið 2001 voru 9 nemendur á heimavist en verða 27 í vetur. „Það er því með bjartsýni í huga og ákveðnu stolti sem við göngum til starfa að þessu sinni með ýmis áform og nýjar hugmyndir í farteskinu“, sagði skólameistari.
Nýmæli í skólastarfinu í vetur

Meðal þess sem í boði verður við Menntaskólann á Ísafirði í vetur er ný Fjölmenningarbraut, námsbraut fyrir nemendur af erlendum uppruna sem verður í boði á vorönn. Þá verður nýnemum í verknámi boðið upp á grunnnám byggingargreina, nýjan áfanga þar sem gefin verður innsýn í ýmsar greinar byggingariðna á borð við trésmíði, pípulagnir, múrverk og húsamálun. „Er það von okkar að þetta megi glæða skilning á inntaki verkgreina og auðvelda nemendum að gera upp hug sinn varðandi það hvort verknám á við þá eða ekki“, sagði skólameistari.

„Sú sprenging sem orðið hefur í aðsókn að Menntaskólanum á Ísafirði er kærkomin vísbending um að eftir starfi okkar sé tekið, að það sé að skila árangri. Það leggur okkur skyldur á herðar að standa undir þeim væntingum sem augljóslega eru gerðar til skólans. Í þeim væntingum felst traust og tiltrú sem er mikils virði fyrir starfsfólk og stjórnendur skólans. Vonandi er þessi aðsókn í menntun einnig til marks um aukna bjartsýni og batnandi hag okkar Vestfirðinga“, sagði Ólína Þorvarðardóttir ennfremur við skólasetninguna.

Vel gekk að ráða kennara

Vel gekk að ráða kennara til starfa við Menntaskólann á Ísafirði að þessu sinni. Skólameistari sagði í setningarræðu sinni að ekki verði betur séð en að kjarasamningar þeir sem gerðir voru við kennara vorið 2001 hafi stóreflt eftirsókn í starfsraðir framhaldsskólakennara. „Þetta hefur haft sitt að segja fyrir Menntaskólann á Ísafirði, samhliða hinu, að skólastarf hefur gengið vel og viðhorf samfélagsins til þessarar æðstu menntastofnunar í héraði virðast jákvæðari en oft áður. Mun betur hefur gengið að fá réttindakennara til starfa undanfarin tvö ár en áður var og er nú svo komið að réttindakennarar eru 82% kennara í heilum stöðum við skólann.“

Nýir kennarar sem nú hafa verið ráðnir í heilar stöður við skólann, fimm talsins, eru allir með kennsluréttindi. Þeir eru Áskell Harðarson sem kennir stærðfræði, Brynhildur Einarsdóttir sem kennir sögu og samfélagsgreinar, Hallgrímur Hróðmarsson sem kennir raungreinar og upplýsingatækni, Gunnar Þorri Þorleifsson sem kennir íslensku og Þorsteinn G. Þorsteinsson sem kennir íslensku og ensku. Þá eru nokkrir stundakennarar í sérgreinum að koma að skólanum, þau Valdimar J. Halldórsson mannfræðingur, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sjúkraþjálfari, Jónas Þór Birgisson lyfjafræðingur og Alfreð Erlingsson pípulagningameistari.

Einnig verða nokkrar breytingar í stjórnunarstöðum við skólann. Guðbjartur Ólason hefur verið ráðinn aðstoðarskólameistari í stað Jóns Reynis Sigurvinssonar sem fengið hefur launalaust leyfi. Við starfi Ásgerðar Bergsdóttur áfangastjóra tekur Guðmundur Þór Gunnarsson.

Krefjandi verkefni framundan

Fram kom í setningarræðu skólameistara að framundan eru ýmis krefjandi verkefni í starfi Menntaskólans á Ísafirði. Í vor verða í fyrsta skipti haldin samræmd stúdentspróf í íslensku. Á næsta skólaári bætast við samræmd próf í stærðfræði og ensku.

„Það skiptir miklu að bæði kennarar og nemendur séu vel í stakk búnir til þess að undirbúa sig fyrir þessa nýbreytni. Með tilkomu samræmdra stúdentsprófa verða framhaldsskólar landsins allir lagðir á sömu mælistiku, og sú mælistika tekur ekki mið af því hvaðan af landinu nemandinn kemur, heldur eingöngu hvernig hann stóð sig, eða öllu heldur hvernig skólinn hans stóð sig. Samræmd stúdentspróf eru þess vegna ein stærsta ögrun sem framhaldsskólarnir hafa staðið frammi fyrir. Það á ekki síst við um landsbyggðarskólana, sem löngum hafa átt undir högg að sækja í samkeppni við stærri framhaldsskóla á þéttbýlustu svæðunum. Við í Menntaskólanum á Ísafirði tökum þessari nýbreytni sem kærkominni áskorun og erum staðráðin í að standa okkur. Ég er sannfærð um að nemendur skólans munu leggja sig fram um að taka þessari áskorun af skynsemi og yfirvegun“, sagði skólameistari í ræðu sinni.

Virðing fyrir reglum í heiðri höfð

S

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli