Frétt

bb.is | 12.08.2003 | 13:54Vestfirðingar byggja slóvensk einingahús í Reykjavík

Eitt hinna slóvensku einingahúsa.
Eitt hinna slóvensku einingahúsa.
Björgmundar skoðar einingahús í Slóveníu.
Björgmundar skoðar einingahús í Slóveníu.
Byggingarfyrirtækið Flott hús ehf. hefur fengið úthlutað tveimur lóðum við götuna Lækjarvað í Norðlingaholti í Reykjavík. Björgmundur Guðmundsson byggingartæknifræðingur á Kirkjubóli í Önundarfirði og Nebojsa Zastavnikovic á Ísafirði eru forsprakkar verkefnisins. Fyrir skömmu fóru þeir út til Slóveníu að kynna sér húsin en Björgmundur reiknar með að fyrstu íbúðirnar verði afhentar strax um áramót. „Það er mikið hagræði af þessum húsum. Þau eru bæði vönduð og ódýr en einn helsti kostur þeirra er að það tekur einungis um viku að reisa þau þegar sökkullinn er kominn. Þannig er hægt að ganga frá heilli götu á afar skömmum tíma. Ef allt gengur vel líða um þrír mánuðir frá pöntun þar til húsið er tílbúið“, segir Björgmundur.
Öll húsin eru einstök að gerð þó framleiðsluferlið sé staðlað. „Veggirnir sem eru sérsniðnir fyrir hvert hús koma í heilu lagi til landsins með gluggum og hurðum ísettum. Síðan er þetta tekið út úr gáminum og híft með krana ofan á sökkulinn“, segir Björgmundur.

Hallvarður Aspelund, arkitekt á Ísafirði, er að teikna húsin og gerir Björgmundur ráð fyrir að teikningar liggi fyrir í næstu eða þar næstu viku.

„Við byrjum um leið og við fáum leyfi frá borginni. Teikningarnar eru sendar út til slóvenska fyrirtækisins sem gerir okkur tilboð í verkið. Ef tilboðið gengur eftir koma Slóvenarnir með einingarnar og reisa þær.

Nebosja félagi minn er frá fyrrum Júgóslavíu og þekkir vel til húsanna. Fyrirtækið sem framleiðir þau hefur starfað í yfir hundrað ár og framleiðir í dag hátt í þúsund hús á ári“, sagði Björgmundur.

kristinn@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli