Frétt

bb.is | 08.08.2003 | 09:00Sjávarútvegsráðherra sagður gera forsætisráðherra að ómerkingi

Hluti fundarmanna á fundinum um línuívilnun á Ísafirði í gærkvöldi.
Hluti fundarmanna á fundinum um línuívilnun á Ísafirði í gærkvöldi.
Kristinn H. Gunnarsson, Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ræðustól, Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar, Baldur Smári Einarsson fundarritari, og Einar K. Guðfinnsson.
Kristinn H. Gunnarsson, Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í ræðustól, Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar, Baldur Smári Einarsson fundarritari, og Einar K. Guðfinnsson.
„Ef línuívilnun verður ekki komið á er sjávarútvegsráðherra að gera forsætisráðherra að ómerkingi“, sagði Guðmundur Halldórsson, formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum, á fundi sem félag hans gekkst fyrir á Ísafirði í gærkvöldi. Þar vitnaði Guðmundur til yfirlýsingar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á kosningafundi á Ísafirði í vor, þar sem hann sagði ekkert því til fyrirstöðu að línuívilnun yrði komið á nú í haust. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, sem fyrr í gær var staddur á Ísafirði annarra erinda, staðfesti hins vegar á óformlegum fundi með flokksfélögum sínum þar, að ekki yrði af því að línuívilnun yrði tekin upp á komandi fiskveiðiári. Fundurinn í gærkvöldi krafðist þess að ákvæði um línuívilnun, sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála, verði komið í framkvæmd ekki síðar en 1. nóvember. Jafnframt hafnaði fundurinn hugmyndum um að byggðakvóti verði notaður sem skiptimynt fyrir línuívilnun.
Til fundarins voru boðaðir forsvarsmenn sveitarfélaga á Vestfjörðum og forystumenn í vestfirskum sjávarútvegi. Auk þess sátu fundinn stjórnarþingmennirnir Einar K. Guðfinnsson og Kristinn H. Gunnarsson, sem báðir eiga sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis.

Einar K. Guðfinnsson sagði það hlutverk stjórnarflokkanna að koma í verk því sem ákveðið væri í stjórnarsáttmála. Hann sagði að hins vegar væri ekki ákveðið nákvæmlega í sáttmálanum hvernig standa skyldi að línuívilnun. Það væri samt sem áður ekki einfalt að skipta byggðakvóta út fyrir línuívilnun, eins og núna væru uppi hugmyndir um, enda kvæðu lög mjög skýrt á um hvernig standa skuli að úthlutun byggðakvóta. Hann sagðist telja nokkuð ljóst að gera þyrfti breytingar á lögum til að koma á sérstakri ívilnun á línuveiðar. Það mætti engu að síður gera með sérstakri úthlutun aflaheimilda, jafnvel eftir að nýtt fiskveiðiár hefst, enda væru fordæmi fyrir slíkum úthlutunum.

Kristinn H. Gunnarsson sagði einnig að úthluta mætti línuívilnun eftir 1. september eða þegar Alþingi hefði gert breytingar á lögum. Hann sagði það á ábyrgð sjávarútvegsráðherra að undirbúa lagafrumvarp þess efnis og leggja fyrir Alþingi strax í haust. Að öllu óbreyttu gætu ný lög um línuívilnun tekið gildi fyrir jól. Þá væri enginn vandi að breyta úthlutun aflaheimilda til samræmis við þau. Kristinn sagði það ekki koma til álita að línuívilnun kæmi í stað byggðakvóta, enda ljóst að báðir stjórnarflokkarnir hefðu ályktað um að taka upp línuívilnun. Því kæmi ekki annað til greina en að hrinda henni í framkvæmd. Hann sagði hugmyndir um að fella burt byggðakvóta í stað línuívilnunar ekki vera settar fram í samráði við Framsóknarflokkinn og sagðist óánægður með framgöngu sjávarútvegsráðherra í málinu. Kristinn telur líklegt, að afdráttarlausar yfirlýsingar stjórnarflokkanna fyrir kosningar í vor í þessu máli hafi ráðið úrslitum um fylgi þeirra í sjávarbyggðum og jafnframt orðið til þess að stjórnarflokkarnir héldu velli í kosningunum. Kristinn lýsti því yfir, að sjávarútvegsráðherra sem fylgdi ekki stjórnarsáttmála ætti að segja af sér.

Guðmundur Halldórsson, formaður Eldingar, sagði að fiskvinnsla og fiskveiðar á Vestfjörðum stæðu nú frammi fyrir mestu erfiðleikum í sögu kvótakerfisins og hefði þó gengið á ýmsu síðustu tvo áratugi. Nú væri útlit fyrir að ekkert yrði af ívilnun til línubáta, sem báðir stjórnarflokkarnir hefðu samþykkt í ályktunum landsfunda sinna og kveðið væri á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðmundur sagði það koma mjög hart niður á strandbyggðum allt í kringum landið, sérstaklega á Vestfjörðum þar sem engar áætlanir væru uppi um stóriðjuframkvæmdir og því væru sértækar aðgerðir á borð við línuívilnun eina svar Vestfirðinga við vaxandi þenslu.

hlynur@bb.is

bb.is 05.08.2003
Óttast að línuívilnun verði svikin og boða til fundar með þingmönnum

bb.is | 21.10.16 | 14:44 Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með frétt Jens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli