Frétt

bb.is | 21.07.2003 | 15:52Opnaði sýningu í Hæstakaupstað um afa sinn skipasmiðinn í Neðsta

Úlfar Ágústsson og Guðjón Finndal Finnbogason við opnunina. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson.
Úlfar Ágústsson og Guðjón Finndal Finnbogason við opnunina. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson.
Faktorshúsið í Hæstakaupstað.
Faktorshúsið í Hæstakaupstað.
Áslaug Jensdóttir staðarhaldari í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað á Ísafirði opnaði síðdegis á föstudag sýninguna Skipasmiðurinn í Neðsta í tilefni Siglingadaga á Ísafirði. Þar getur að líta myndir af skipum sem afi hennar Marsellíus Bernharðsson smíðaði í skipasmíðastöð sinni í Suðurtanga. „Úlfar Ágústsson sem vinnur að Siglingadögunum bað mig um að gera þetta og ég ákvað að svara því kalli. Þetta er eiginlega eina sviðið sem ég þekki almennilega til á sem tengist sjónum því maður er alinn upp við þessa bátasmíði. Mikið af mununum á sýningunni koma frá söfnunum hér á Ísafirði en ég er líka með sýningarskáp þar sem ég setti inn nokkra persónulega muni svo fólk gæti kynnst annari hlið á manninum“, segir Áslaug.
Stefnt er að því að hafa sýninguna uppi fram yfir 16. ágúst en það var afmælisdagur Marsellíusar sem lést árið 1977. „Það kom fram við opnunina að miklir kærleikar voru milli afa míns og Úlfars sem var ritstjóri Vesturlands þegar hann dó. Þá gaf hann út sérstakt blað þar sem hann fór mjög ítarlega yfir hans feril.“

Áslaug segir sýninguna hafa fengið góðar viðtökur. „Það er margir veikir fyrir gömlum bátum. Bæði á föstudags og laugardagskvöld kom hingað mikið af fólki til að skoða. Hérna var líka mikið af fólki í kvöldmat og góð stemmning. Það er mikð af sýningum í gangi í bænum og maður þarf að fara að skoða hjá hinum. Það er virkilega skemmtilegt þegar skapast svona flæði“, sagði Áslaug.

kristinn@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli